Tourette einkenni hurfu með breyttu mataræði

Á Vísi birtist þetta viðtal við Heiðu Björk Skúladóttur. Hollur, alvöru matur er undirstaða alls.

„Ég ætla að einbeita mér að meltingarveginum og því hvernig hann getur verið rót alls kyns krankleika í rauninni, sjúkdóma og vandamála,“ segir Heiða Björk Sturludóttir einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís um helgina. Heiða Björk er með BA gráðu í sagnfræði, MA gráðu í umhverfisfræði og er auk þess kennari, næringarþerapisti og jógakennari.

Heiða Björk ætlar að flétta þessu öllu saman í sinni fræðslu og talar hún um ýmislegt tengt meltingarveginum út frá eigin reynslu. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina Hamingjan hefst í meltingarveginum.

„Það sem ég hef alltaf bak við eyrað er að „klappa“ lifrinni út af öllum eiturefnunum sem við erum að fá í okkur jafnt og þétt héðan og þaðan úr umhverfinu, úr fæðunni og svoleiðis.“

Hvað er að klappa lifrinni?

„Þegar ég klappa lifrinni þá reyni ég að gæta þessa að hún fái ekki of mikið af eiturefnum í sig því að það er hún sem er eiturefnaverksmiðjan, öll unnin matvæli sem eru með ýmiskonar rotvarnarefni og litarefni.“

Hún segist þá aðeins nota náttúrulegar snyrtivörur, húðvörur, tannkrem og þvottaefni. Einnig notar hún mjólkurþystil og ýmsar kryddjurtir í þetta.

„Svo fór ég að verða meðvitaðri um streitu og að stunda djúpöndun og hugleiðslu reglulega, fór í jóga og passa koffínið. Ég fæ mér græna drykki reglulega til að hjálpa líkamanum að hreinsa sig.“

Greindur með ólæknandi Tourette
Heiða Björk segist hafa gert ýmsar breytingar hjá sér en náði enn meiri árangri með son sinn með breyttu mataræði. „Það var búið að greina hann með ólæknandi Tourette sem að við losuðum hann við á innan við tveimur mánuðum, það er að segja öll líkamleg einkenni voru á bak og burt.“

Drengurinn var á tíunda ári þegar hann fékk þá greiningu að hann væri með Tourette heilkenni. Heiða Björk breytti þá ýmsu í lífsstíl hans og mataræði. Hún segir að það hafi verið passað upp á að hann hreyfði sig og fengi nærandi fæði og ekki nein eiturefni í sig eða nokkuð sem hafi verið erfitt fyrir meltingarveginn

„Eins og að passa tefflon pönnur sem voru með svo miklu eitri, henti þeim öllum bara.“

Einkenni drengsins höfðu komið fram snemma og urðu svo meira áberandi með tímanum.
„Þegar hann var svona þriggja ára var ég farin að sjá kippi í augum, það var það eina. Smám saman ágerist þetta og þegar hann var orðinn átta eða níu ára þá var þetta svo hröð þróun. Þá var kjálkinn farinn að skjótast fram með verkjum, höfuðið reigðist upp og hann réð ekkert við það. Öxlin kipptist upp og hann gaf frá sér kvalaýlfur. Það var ofboðslegur óróleiki líka og það sem fylgir þessu er oft geðrænt, þráhyggja og athyglisbrestur.“

Losnaði við einkennin án lyfja
Heiða Björk segir að það hafi tekið lengri tíma að vinna á geðrænum einkennum en þeim líkamlegu en það hafi á endanum tekist líka.

„Það var þannig að það mátti enginn horfa á hann og hann var viðkvæmur fyrir öllu umhverfisáreiti. Hann þoldi ekki vind og ég þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði því hann var svo viðkvæmur fyrir birtu. Hann þurfti að sitja og borða morgunmatinn með sólgleraugu.“

Fjölskyldan náði að laga öll þessi einkenni án lyfja, en Heiða Björk segir að á læknar hafi ætlað að setja hann á lyf. Hún segir að þegar það fréttist af þessu hafi hún verið gagnrýnd á netinu, fyrir að hafa neitað barninu sínu um lyf. Heiða Björk er þó mjög ánægð með sína ákvörðun.

„Lyf lækna þetta ekki, bara halda þessu niðri og deyfir fólk sem er á þessu, fletur út persónuleikann. Með þessu hvarf allt á nokkrum mánuðum, það hefði tekið marga mánuði bara að finna aðlaga hann að lyfjum og finna rétta skammtinn.“
Sonur Heiðu Bjarkar er tvítugur í dag og er enn án einkenna, 11 árum síðan. Heiða Björk segir að hann hafi haldið þessum lífsstíl frá því hann var greindur.

„Svo þegar þú ert búinn að græða meltingarveginn svolítið vel, þannig að hann fari að þola aftur það sem flestir borða, þá þarf ekki að vera jafn strangur í mataræðinu. Núna í dag leyfir hann sér alveg að fá sér Dominos pizzu með vinunum en bara í hófi. Hann þarf almennt bara að passa sig, hann vill ekki verða aftur eins og hann var. Hann passar þetta bara sjálfur.“

Heildarútgáfa viðtalsins er hér

 MATUR LÆKNAR  — TOURETTE

.

– TOURETTE EINKENNIN HURFU MEÐ BREYTTU MATARÆÐI –

.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.