Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Ingibjörg Anna Ríkharðsdóttir, kvenfélag, baileis Jarðarberja-og Baileysterta, Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni jarðarber, svampbotn, marengs, grundarfjörður, gleym mér ei Grundarfirði beilísterta beilís rjómalíkjör
Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Jarðarberja-og Baileysterta

Við Bergþór hittum eldhressar kvenfélagskonur í Grundarfirði og fórum yfir nokkur gagnlega atriði um borðsiði, kurteisi og annað. Þær slógu upp kökusamkeppni og fengu okkur til að dæma. Af mörgum góðum tertum sem voru í boði stóð þessi uppúr. Ingibjörg Anna Ríkharðsdóttir, sem nýgengin er í Kvenfélagið Gleym mér ei, kom sá og sigraði glæsilega.

GRUNDARFJÖRÐURKVENFÉLÖGTERTUR — BAILEYSJARÐARBER

.

Kvenfélagið gleym mér ei Grundarfirði grundarfjörður
Fundur hjá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði

Jarðaberja-og Baileysterta

Svampbotn

1 bolli sykur

3 egg

¾ bolli hveiti

¼ bolli kartöflumjöl

1 tsk lyftiduft

Stillið ofninn á 160°. Þeytið egg og sykur saman þannig að þau verði ljós og létt. Bætir síðan þurrefninu í skálina og hrærir varlega saman. Setjið degi í form og inn í ofn í u.þ.b korter. Kælið svampbotninn.

Marengs

170 gr sykur

3 eggjahvítur

Stillið ofninn á 140°. Stífþeytið eggjahvítunum saman við sykurinn. Setjið í formið og inn í ofn í u.þ.b klukkustund. Kælið marengsinn.
Að auki þarf:
Makkarónur
 og eina öskju jarðarber.

Setjið svampbotn á disk. Raðið makkarónum á botninn og hellið vel af baileys yfir. Þeytið 500 ml af rjóma. Geymið smá rjóma til hliðar. Skerið niður kassa af jarðarberjum niður í litla bita (gott að geyma nokkur ber til skreytinga) og blandið saman við rjómann. Dreifið rjómanum vel yfir makkarónurnar. Setjið marengsið ofan á rjómann og þrýstið varlega á marengsið svo að hún festist. Takið rjóman sem að þið lögðuð til hliðar og smyrjið hliðina vel. 

Skreytið með baileys súkkulaði og með berjum að eigin vali.

Baileys súkkulaði

3 msk baileys

2 msk rjómi

75 gr suðusúkkulaði

Albert, Ingibjörg Anna og Bergþór
Albert, Ingibjörg Anna og Bergþór

GRUNDARFJÖRÐURKVENFÉLÖGTERTUR — BAILEYSJARÐARBER

— JARÐARBERJA- OG BAILEYSTERTA —

🍓 🍓

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.