Makkarónu- og skyreftirréttur

Fjóla þorsteinsdóttir FJÓLA ÞORSTEINS Jóhanna Þorsteinsdóttir Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður Franskir sjómenn, skyr, skyreftirréttur frakkar frakkneskir FRANSKI SPÍTALINN fransmenn skyreftirréttur skyrdesert
Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónu- og skyreftirréttur

Fjóla Þorsteinsdóttir tók við keflinu og fræðir nú ferðamenn um sögu franskra sjómanna á safninu sem ég kom á fót fyrir tæpum tuttugu árum. Fyrst var það í Templaranum (Templarahúsinu) á Fáskrúðsfirði ásamt kaffihúsi. Safnið er nú í nýlega endurbyggða Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði sem auk safnsins hýsir hótel. Fjóla er dugnaðarforkur og auk þess að leiðsegja ferðamönnum sér hún um að halda Fáskrúðsfirðingum í góðu formi. Stendur fyrir vatnsleikfimi, eldriborgarahreyfingu, gönguferðum, fjallgöngum og þjálfun og einkaþjálfun í tækjasal.

Eftirrétturinn varði til í kolli Fjólu þegar hún gekk Búðaveginn að safninu til vinnu. Hún sá rabarbara við Templarannn og fjólur í vegkanti. „það eru engin hlutföll, bara slatti af þessu og svolítið af hinu”

— MAKKARÓNURSKYRFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FJÓLA ÞORSTEINS

.

Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónukökur
smátt saxaður rabarbari
chiafræ
bláberjaskyr
þeyttur rjómi
bláber og jarðarber

Myljið makkarónurnar og setjið á botn á glasi eða skál, stráið chiafræjum yfir og rabarbaranum þar yfir. Blandið saman bláberjaskyri, þeyttum rjóma, bláberjum og jarðarberjum og setjið yfir.

Makkarónu- og skyreftirréttur
Albert, Fjóla Þorsteinsdóttir og Jóhanna Þorsteinsdóttir
Fjóla og Albert fyrir framan Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem ný er glæsilegt hótel

 

Makkarónu- og skyreftirréttur

.

— MAKKARÓNURSKYRFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — FJÓLA ÞORSTEINS

— MAKKARÓNU- OG SKYREFTIRRÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.