Kampavínsbollakökur

Kampavínsbollakökur  guðlaug arna
Kampavínsbollakökur 

Kampavínsbollakökur 

Arna Guðlaug bauð í síðdegiskaffi sem sjá má meira um hér. Þessar kampavínsbollakökur smökkuðust einstaklega vel ásamt öllu hinu bleika kaffimeðlætinu.

ARNA GUÐLAUG

.

Kampavínsbollakökur

1 2/3 bollar hveiti

1 bolli sykur

¼ tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

¾ bolli smjör (við stofuhita)

3 eggjahvítur

1 tsk vanilludropar

½ bolli sýrður rjómi

½ bolli + 2 msk kampavín

Bleikir matarlitur (má sleppa en ég setti hann)

Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál, því næst er eggjahvítunum, vanillunni, sýrða rjómanum og kampavíninu blandað saman við á miðlungshraða.

Skiptið deiginu niður í 12-14 form (eða hálft formið)

Bakið við 180°(160° í blástursofni) í 18-20 mínútur

Kampavínskrem

½ bolli smjör

½ bolli Crisco (shortening)*

4 bollar flórsykur

4-5 msk kampavín

Bleikur matarlitur (má sleppa)

Blandið smjöri og Crisco vel saman þar til áferðin er mjúk og slétt.

Bætið tveimur bollum af flórsykri saman við smjörblönduna og blandið vel saman

Því næst er kampavíninu bætt við og hrært vel saman

Að lokum fara seinni tveir bollarnir af flórsykri saman við og blandað vel saman eða þar til kremið hefur fengið fallega silkiáferð

Kreminu er svo sprautað á bollakökurnar eftir að þær hafa kólnað.

*Er mikið í smjörkrem, aðallega til að losna við þetta mikla smjör bragð

ARNA GUÐLAUG

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.