Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.
Lesa meira...

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.

Lesa meira...

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.

Lesa meira...

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Lesa meira...

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Lesa meira...

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.

Lesa meira...