Kanilterta – bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa

Kanelterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa . Þessi fallega terta bráðnar í munni og blandan af kanil, rjóma og súkkulaðið er skemmtileg og kallar bara á góðan kaffibolla (og svo aðeins meira af kaffi og tertu...).  Enn ein undurgóða tertan frá Guju Begga þeirri sömu og bakaði Rasptertuna og Pipptertu.

Lesa meira...

Jólakrans sælkerans

Jólakrans sælkerans. Þegar Kökubæklingur Nóa Síríus var í undirbúning var haldin uppskriftasamkeppni. Fjölmargar uppskriftir bárust, hver annarri betri, en ekki allar komust í bæklinginn. Andrea Ida Jónsdóttir sendi inn þessa jólalegu pavlóvu sem bragðaðist einstaklega vel og formið minnti á jólakrans. Andrea heldur úti síðunni Andreuland.com

Lesa meira...

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Lesa meira...

Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur. Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.

Lesa meira...

Pekansmákökur Kormáks – verðlaunasmákökur

Pekansmákökur Kormáks. Í öðru sæti í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar urðu þessar Pekansmákökur sem Kormákur bar fram á plöstuðu plötumslagi gestadómarans, Kristjáns Jóhannssonar. Í vikunni sem keppnin er haldin fær starfsfólk stofunnar vísbendingar daglega um gestadómarann. Kormákur var fljótur að finna út hver væri gestadómarinn þetta árið. Kormákur sigraði í smákökusamkeppni fyrir nokkrum árum með Smákökum Önnu K.

Lesa meira...

Smjörkökur – grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum

Smjörkökur - grunnuppskrift að mörgum góðum smákökum. Það getur verið ótrúlega þægilegt á aðventunni að eiga tilbúið smákökudegi í ísskápnum. Með stuttum fyrirvara er hægt að skera þær niður, setja á plötu og baka.  Smjörkökur eru stökkar, einfaldar og bragðgóðar. Bessastaðakökurnar góðu eru byggðar á sömu grunnuppskrift, að vísu er notað í þær skírt smjör* og upphaflega uppskriftin mun vera eggjalaus.

Lesa meira...

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Lesa meira...

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Lesa meira...