Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Lesa meira...

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

Lesa meira...

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Lesa meira...

Tómatbaka með Dijon

Tómatbaka

Tómatbaka með Dijon. Tómatar eru himneskir á bragðið og ættu að vera sem oftast á borðum. Svo er þægilegt að eiga frosið smjördeig í frysti til að grípa til, hvort heldur er til að útbúa svona böku eða annað. Ef ykkur finnst Dijon sinnep of sterkt þá má að sjálfsögðu nota minna af því, blanda því sama við annað sinnep já eða bara nota annað sinnep.

Lesa meira...

Berjabaka

BerjabakaÁvaxtabaka

Berjabaka. Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.                                  Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum.

Lesa meira...