Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Lesa meira...

Kryddbrauð – sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri

Kryddbrauð - sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri. Já ég veit, mér þykja kryddbrauð mjög góð, alveg súper-extra-mjög-góð. Mér var bent á það í dag að það væru sex kryddbrauðsuppskriftir á blogginu. Gaman að því 🙂 Hér koma uppskriftirnar sex, þær eru ekki neinni sérstakri röð. Í öllum bænum bakið kryddbrauð, hellið uppá kaffi og haldið smá kaffiboð 🙂

Lesa meira...

Ítölsk brauðterta

Ítölsk brauðterta - DSC02266

Ítölsk brauðterta. Það var heldur betur veisla í síðasta föstudagskaffi vetrarins. Kjartan sló í gegn sem aldrei fyrr með ítalskri brauðtertu. Ætli megi ekki segja að hún hafi runnið út eins og heitar lummur. Hann kom með tvær, önnur var með hvítu brauði en hin grófu. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur aðeins öðruvísi, sæmilega þykkar skonsur og á þær settar salat og síðan skreytt. Vonandi eru einhverjir sem viðhalda svoleiðis brauðtertum.

Lesa meira...