Hitastig borðvína

vin

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Lesa meira...

Allegrini, ítölsk gæðavín

Allegrini Allegrini

Allegrini, sem valið var víngerðarhús Ítalíu 2016, er einn virtasti vínframleiðandi á Valpolicella svæðinu og miklir frumkvöðlar í aðferðum til vínræktar. Vínekrur Allegrini eru nær allar á svokölluðu „Classico-svæði“ innan Valpolicella sem þykir vera mikið gæðamerki. Fjölskyldan hefur verið í fararbroti víngerðarmanna Valpolicella, síðan á 16 öld og sú reynsla hefur skilað sér mann fram að manni.

Lesa meira...

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Lesa meira...