Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.  

Lesa meira...

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Lesa meira...

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Hitastig borðvína

vin

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Lesa meira...

Allegrini, ítölsk gæðavín

Allegrini Allegrini

Allegrini, sem valið var víngerðarhús Ítalíu 2016, er einn virtasti vínframleiðandi á Valpolicella svæðinu og miklir frumkvöðlar í aðferðum til vínræktar. Vínekrur Allegrini eru nær allar á svokölluðu „Classico-svæði“ innan Valpolicella sem þykir vera mikið gæðamerki. Fjölskyldan hefur verið í fararbroti víngerðarmanna Valpolicella, síðan á 16 öld og sú reynsla hefur skilað sér mann fram að manni.

Lesa meira...

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Lesa meira...