Kókosbollusprengja

Kókosbollusprengja - DSC02357

Kókosbollusprengja. Ef þið eruð í megrun eða í einhverju átaki getið þið hætt að lesa núna því þessi flokkast seint undir heilsu- eða megrunarrétti. Stundum er gaman að missa sig og gera það bara hressilega. Kolla elskulega frænka mín sem á Völu kókosbolluverksmiðjuna kemur reglulega með splunkunýjar bollur og þá eru fyrst borðaðar svona fimm í einu og síðan er ágætt að útbúa eina Kókosbollusprengju eða annað góðgæti.

Read more [...]

Frönsk möndlukaka

Heba Eir IMG_2352Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)

Read more [...]

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Read more [...]

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur

Bláberjabúðingur. Mjög auðvelt að útbúa þennan búðing og það tekur ekki nema nokkrar mínútur. Bláberjabúðingurinn er silkimjúkur og rennur ljúflega niður. Það er ekki hægt að hafa það betra. 3 msk af chia fræjum fóru í matvinnsluvélina en tveimur matskeiðum af chiafræjum blandaði ég saman við eftir á.

Read more [...]

Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta IMG_2059Pílagrímaterta IMG_2052

Pílagrímaterta. Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum - hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl - þökk sé öllum möndlunm í henni." Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

Read more [...]

Sítrónubaka með ferskum berjum

Sítrónubaka með ferskum berjum IMG_1536Sítrónubaka með ferskum berjum IMG_1543

Sítrónubaka með ferskum berjum. Í vikunni var morgunverðarveisla starfsfólks Listaháskólans - starfsfólk Tónlistar- og Sviðslistadeilda buðu hinum deildunum í morgunkaffi og með því. Björk sló í gegn með þessari sítrónuköku sem hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Read more [...]

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur

Rúgbrauðs- og mascarponeeftirréttur. Það eru nú kannski ekki margir eftirréttir sem innihalda rúgbrauð. Þessi á rætur sinar að rekja til Eystrasaltsríkjanna. Nema hvað, við Bergþór fengum áskorun að koma með eftirrétt á fjölskylduþorrablót og mörgum finnst rúgbrauð þjóðlegt.

Read more [...]