Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði

Bláberjarúlluterta með marsípani og rommsúkkulaði. Björk bauð í síðdegiskaffi á sunnudaginn. Mikið væri gaman ef sunnudagskaffiboð fengju aftur sinn sess í lífi fólks. Það er undurljúft að sitja með góðum vinum og drekka kaffi og spjalla um það sem fólki liggur á hjarta.

Lesa meira...

Baileysjógúrt Vigdísar

 

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt - einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það."

Lesa meira...

Bláberja- og jarðarberjaterta – raw

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw. Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.

Lesa meira...

Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár

Lesa meira...

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Lesa meira...

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Lesa meira...