Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Lesa meira...

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani. Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

Lesa meira...

Pinacolada hrákaka – Matarbúr Kaju

 

Pinacolada hrákaka. Á Akranesi er eina lífrænt vottaða búð landsins: Matarbúr Kaju.  Í júní sl opnaði þar á sama stað kaffihúsið Café Kaja (kaffihúsið er í vottunarferli). Á kaffihúsinu eru allir drykkir og meðlæti unnið úr lífrænu hráefni - hvorki meira né minna.

Lesa meira...

Kókosbollusprengja

Kókosbollusprengja - DSC02357

Kókosbollusprengja. Ef þið eruð í megrun eða í einhverju átaki getið þið hætt að lesa núna því þessi flokkast seint undir heilsu- eða megrunarrétti. Stundum er gaman að missa sig og gera það bara hressilega. Kolla elskulega frænka mín sem á Völu kókosbolluverksmiðjuna kemur reglulega með splunkunýjar bollur og þá eru fyrst borðaðar svona fimm í einu og síðan er ágætt að útbúa eina Kókosbollusprengju eða annað góðgæti.

Lesa meira...

Frönsk möndlukaka

Heba Eir IMG_2352Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska 🙂

Lesa meira...

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Lesa meira...