Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."

Lesa meira...

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Lesa meira...

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

Lesa meira...

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Lesa meira...

Hraunfiskur a la Jón Rúnar

Hraunfiskur a la Jón Rúnar. Það er eitthvað þjóðlegt við snittur sem á er harðfiskur og grásleppukavíar „Vinur minn Jón Rúnar Arason stórtenór bauð einhvern tíma upp á þennan rétt í forrétt í matarveislu sem hann töfraði fram heima hjá mér.
Þetta er þægilegur og bráðhollur réttur og auðveldur í framleiðslu. Mér leist nú ekkert á hann í byrjun en eftir einn bita var ekki aftur snúið.
Hraunfiskur er einn af mínum uppáhalds smáréttum í dag." segir Auður Gunnarsdóttir söngkona

Lesa meira...

Saffran bláskel

Kræklingur

Saffran bláskel. Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur" þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið.

Lesa meira...

Paella með sjávarréttum

PaellaPaella

Paella með sjávarréttum. Paellan réttur sem kenndur er við Valencia héraðið á Spáni. Þar er mikil hrísgrjónarækt og hafa hrísgrjón verið snædd þar frá 15. öld. Til eru margar tegundir paellu - sjávarrétta, blönduð og svo framvegis. Algengast er að blanda saman fiski, kjúklingi og svínakjöti og er það gert í paellunni sem hér fylgir. Einnig er þessi paella aðlöguð að íslenskum aðstæðum.

Lesa meira...