Kanilterta – bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa

Kanelterta sem bragðast klárlega ennbetur með góðum kaffisopa . Þessi fallega terta bráðnar í munni og blandan af kanil, rjóma og súkkulaðið er skemmtileg og kallar bara á góðan kaffibolla (og svo aðeins meira af kaffi og tertu...).  Enn ein undurgóða tertan frá Guju Begga þeirri sömu og bakaði Rasptertuna og Pipptertu.

Lesa meira...

Jólakrans sælkerans

Jólakrans sælkerans. Þegar Kökubæklingur Nóa Síríus var í undirbúning var haldin uppskriftasamkeppni. Fjölmargar uppskriftir bárust, hver annarri betri, en ekki allar komust í bæklinginn. Andrea Ida Jónsdóttir sendi inn þessa jólalegu pavlóvu sem bragðaðist einstaklega vel og formið minnti á jólakrans. Andrea heldur úti síðunni Andreuland.com

Lesa meira...

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Lesa meira...

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Lesa meira...

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.

Lesa meira...

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek

Hollenskir möndluklattar – Gevulde koek. Bergdís frænka mín var nýlega í Amsterdam og fékk dýrindis möndluklatta á kaffihúsi einu. „Þegar ég borðaði klattann rifjaðist upp fyrir mér að í þau tvö fyrri skipti sem ég hef komið til Hollands þá var ég sérstaklega hrifin af þessum klöttum.

Lesa meira...

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017. Út er kominn kökubæklingur Nóa Síríus, sá tuttuguasti í röðinni. Mér hlotnaðist sá heiður að sjá um hann í ár. Það er bæði vandasamt og mikil áskorun að undirbúa bækling sem fer svo víða og stór hluti þjóðarinnar safnar og notar ár eftir ár. Fjölmargir lögðu hönd á plóg, gáfu góð ráð, smökkuðu og annað slíkt - kann ég öllum mínar bestu þakkir. Til að auka fjölbreytnina enn frekar var haldin uppskriftasamkeppni, úr mörgum uppskriftum voru þrjár valdar og fá sigurvegararnir góðgætiskörfur frá Nóa Síríus.

Lesa meira...

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta - bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu" er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

SaveSave

Lesa meira...

Ómótstæðilegt kókosbollusæla – það er engin leið að hætta

Ómótstæðilegt kókosbollusæla - svo er hún bara svo ótrúlega holl (grín)
Árlegt dömukaffiboð var hér á dögunum, þessi boð eru kjörin til að prófa nýtt kaffimeðlæti. Auðvitað má nota hvaða ávexti sem er saman við rjómann. Eina ástæðan fyrir því að ég valdi jarðarber, hindber, mangó og vínber eru fallegir litir. Yfir fór fagurgult heimagert Sítrónusmjör. Ef þið eigið ykkur uppáhalds súkkulaði má gjarnan bæta því við. Kjörið kaffimeðlæti eða eftirréttur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...