Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Lesa meira...

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Lesa meira...

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu

Gúddý og Krissi bjóða til stórveislu. Heiðurshjónin Kristján og Guðrún Hulda, betur þekkt meðal vina sinna sem Krissi og Gúddý, héldu ægifína veislu á dögunum. Hún sá um forréttinn og eftirréttinn og hann sá um að grilla. Þau hjónin voru í Toskana á Ítalíu á síðasta ári og fóru í eftirminnilega vínsmökkunarferð, þar kipptu þau með sér borðvíninu sem drukkið var með herlegheitunum.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi

Lesa meira...

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust 🙂 en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum

Lesa meira...

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Lesa meira...

Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir.                   Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.

Lesa meira...