Þorrinn og þorramaturinn – rammíslenskt

Þorrinn og þorramaturinn. Stundum heyrist að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit ég hvernig sá misskilningur varð til. Hið rétta er að súrsunin er geymsluaðferð sem notuð hefur verið notuð hér á landi í aldir. Súrsun, söltun, þurrkun og reyking eru aðferðir sem voru algengar öldum saman og eru enn. Fólk bjargaði sér í gamladaga og gerir enn.

Verum stolt af íslenska þorramatnum og nýtum enn frekar. Það liggja mörg tækifæri í honum. Hvernig væri að opna veitingahús sem einungis býður upp á þorramat, allan ársins hring. Slíkt mundir slá í gegn hjá ferðamönnum.

Lesa meira...

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Lesa meira...

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.

Lesa meira...

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Lesa meira...

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017

Tíu vinsælustu uppskriftirnar 2017. Við áramót er áhugavert að horfa um öxl, taka stöðuna um leið og horft er fram á veginn. Umferð um alberteldar.com hefur aldrei verið meiri og í ár var enn eitt metið slegið. Við Bergþór og Bragi héldum áfram að skrifa um veitingahús og eitt af markmiðum ársins var að fá 52 gesti til að elda fyrir bloggið, þetta gekk eftir og kann ég öllum bestu þakkir fyrir. Af öðrum skrifum hér á síðunni voru borðsiðafærslur mikið skoðaðar og ársgamall topp tíu listinn stendur enn fyrir sínu

Um leið og ég þakka fyrir árið og óska ykkur alls hins besta á nýju ári er hér listinn yfir tíu vinsælustu uppskrifirnar árið 2017

Lesa meira...

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017:

Lesa meira...

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

 

 

 

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo:

Lesa meira...

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Lesa meira...

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.
Lesa meira...