Fiskur

Saltfiskur á pönnu

500 g. saltfiskur – vel útvatnaður
4-5 msk góð matarolía
1 rauðlaukur
3 hvítkauksrif
1/2 ferskur chili
2-3 paprikur
1 sítróna
1tsk. mynta
1 tsk, oreganó
1 tsk, timian.
Þerrið fiskinn og steikið á báðum hliðum á pönnu í olíunni, takið hann af. Skerið niður grænmetið og steikið í sömu olíu
Setjið fiskinn yfir grænmetið og látið lok yfir. Eða setjið í eldfast form í vel heitan ofn í ca 15 mín.

2 thoughts on “Fiskur

  1. sæll Albert, ég heyrði fyrir löngu viðtal Sigurlaugar M Jónasdóttur við þig í þættinum “Segðu mér” á rás 1, en þar sagðirðu frá tilraun þinni með lax í hjúpi af majonesi og…? nú man ég ekki meir, gæti hafa verið sinnep og einhver dökkgræn kryddjurt? – enda var ég að hlusta á endurtekningu þáttarins seint um kvöld eða að nóttu til 🙂 og hef sífellt verið að hugsa til þessa réttar sem hlýtur að vera guðdómlegur. Viltu gefa mér uppskriftina?
    Kveðja, T.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *