Um síðuna

0R7B2232

Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.

Hugmyndin með matarblogginu var fyrst að þetta yrðu uppskriftir heimilisins á einum stað á netinu. Við vorum með uppskriftirnar í möppum, ein mappan hét grænmeti, önnur fiskur og svo framvegis. Þetta kerfi virkaði ekki alveg nógu vel. Upphaflega hugmyndin var að hafa uppskriftirnar á netinu fyrir okkur. Sú hugmynd breyttist fljótlega og úr varð eitt vinsælasta matarblogg landsins.

Takk fyrir að skoða þessa síðu, þið megið gjarnan segja ykkar álit og deila síðunni eða einstökum uppskriftum t.d. á Facebook,  Pinterest og víðar.

Mér til mikillar ánægju hef ég haldið fyrirlestra um borðsiði og kurteisi. 

 

Það er ótrúlega gefandi að halda matreiðslunámsleið, allir elda saman og í lokin borða allir saman 

Það er ótrúlega gefandi að halda matreiðslunámsleið, allir elda saman og í lokin borða allir saman

Það er alltaf gaman að fá póst, netfangið er: albert.eiriksson (hjá) gmail.com og síminn er 864 27 28

Bestu kveðjur, Albert Eiríksson

Borðað saman að loknu vel heppnuðu matreiðslunámskeiði

albert-fb-kubbur-01

4 thoughts on “Um síðuna

 1. Stórglæsileg síða hjá þér Albert, girnilegar uppskriftir og flottar myndir svo ekki sé meira sagt. Hef sjálf eins og þú haft svona gífurlegan áhuga á öllu sem tengist mat og öðru og hef gert tilraunir í að fara út í vegan sjálf og finnst það mjög gott, en er svo mikill sælkeri að mér líkar vel að blanda þessu saman 🙂 Ég er sjálf með uppskriftarklúbb, hef safnað uppskriftum frá unga aldri og fengið frá öðrum líka, eins úr blöðum og þér er velkomið að skoða og nota ef þú vilt, eins og einhver sagði Share’ing is Care’ing!

  Gangi þér rosalega vel með síðuna.

  Sælkerakveðja
  Ingunn Mjöll

 2. Sá þessa síðu þegar ég var að lesa MOGGANN. Hún er komin í Uppáhalds og líst mér rosalega vel á það sem ég er búin að skoða.
  Ég á eftir að prófa ýmislegt hráfæði/vegan.
  Kærar þakkir fyrir mig, kveðja Fanney

 3. Rakst á þessa síðu þegar ég var að leita að uppskriftum fyrir kaffimeðlæti og hér er nú aldeilis eitthvað fyrir matgæðingana! Girnilegar uppskriftir og dásamlegar myndir af fólki að njóta lífsins saman og borða góðan mat í fallegu umhverfi – manni fer bara að langa að bjóða í matarboð strax í kvöld! Ég á eftir að fylgjast með hér og hlakka til.
  Gangi þér vel!

 4. Falleg síða og fullt af girnilegum uppskriftum sem ég á örugglega eftir að prófa. Takk fyrir og gangi þér vel!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *