Í kaffi hjá Höllu Sólveigu og Önnu Björgu

HAFNARFJÖRÐUR anna björg halldórsdóttir Bláberjabaka með marengs ávaxtaterta halla sólveig halldórsdóttir Ávaxtaterta dalaættin Dalir
Systurnar Anna Björg og Halla Sólveig Halldórsdætur

Anna Björg og Halla Sólveig bjóða í kaffi

Á sólríkum degi í vikunni hjólaði ég til Hafnarfjarðar og hitti þar systurnar, frænkur mínar, Önnu Björgu og Höllu Sólveigu Halldórsdætur. Þær slógu upp kaffiveislu með dásamlegum tertum og öðru góðgæti.

ÁVAXTATERTURBLÁBERJABÖKURKAFFIBOÐMARENGSHAFNARFJÖRÐUR

.

Ávaxtaterta

Ávaxtaterta

deig
50 g sykur
50 g kókosmjöl
60 g hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1 egg
Egg og sykur hrært saman. Hveiti, lyftidufti og kókosmjöli blandað saman við – lítið hrært. Smurt í stórt tertuform með lausum botni

Fylling
3 epli
2 bananar
100 g súkkulaði
200 g döðlur
50 g púðursykur
20-30 g kókosmjöl
Ávextirnir og súkkulaðið brytjað niður. Sykrinum og kókosmjölinu blandað saman við. Síðan er massanum smurt yfir deigbotninn og smávegis af sykri stráð yfir.
Bakað við 180-200°C í þrjú korter. kakan má ekki vera of bökuð því þá brennur sykurinn. Borin fram með rjóma

Bláberjabaka með marengs

Bláberjabaka með marengs

1 pk. niðurmulið heilhveitikex sem þekur botn ílátsins. Ég nota norskt kex, Rugmo heitir það. Svolítið brætt smjör sett ofan á.
Síðan hrært saman 3-4 eggjarauðum (eftir stærð íláts og eggja, ég notaði 4, en hefði líklega verið betra með 3) og sykri, 1 dl. Hrært lengi, þar til það er létt og ljóst eins og segir í uppskriftum.
Síðan hrært saman við þetta 1 dós af rjómaosti og einni dós af sýrðum rjóma, ég notaði 18%. Vanilludropar settir í. Þetta gums síðan sett ofan á mulda kexbotninn og bætt á þetta bláberjum að vild.
Marens þeyttur (4 eggjahvítur og 1,5 dl sykur) og settur ofan á allt saman. Má hafa möndluspæni ef vill (en nú eru svo margir með hnetuofnæmi, svo mér finnst best að sleppa því).
Sett í 180°C heitan ofn (minn með blæstri) og bakað þar til marensið er orðin gullinbrúnt, tók 15 mín í dag, en það þarf að fylgjast með því.

Ávaxtatertan birtist í uppskriftablaði Þjóðviljans fyrir mörgum árum.

.

ÁVAXTATERTURBLÁBERJABÖKURKAFFIBOÐMARENGS

— ANNA BJÖRG OG HALLA SÓLVEIG —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.