FIMMTÁN veislur á sex dögum

FIMMTÁN veislur á sex dögum #alberteldar siglufjörður vopnafjörður hofsós Fáskrúðsfjörður akureyri
FIMMTÁN veislur á sex dögum

Góðir Íslendingar! Held ég hafi slegið öll met á ferðalagi okkar Bergþórs og Páls um landið: FIMMTÁN veislur á sex dögum.

Í vikunni fórum við keyrandi norður og svo austur á Fáskrúðsfjörð í þrefalda skírn og giftingu áður en haldið var sömu leið til baka. Allstaðar nutum við gestrisni og svo er einstaklega ánægjulegt að sitja yfir góðum kaffibolla með skemmtilegu fólki. Hér á síðunni verður gert grein fyrir veislunum fimmtán á næstu dögum í sömu röð og við fórum í þær. Hjartans þakkir fyrir okkur

1 Lilja Guðmundsdóttir á Borðeyri – Kókoslímónukaka

2 Þórunn Björnsdóttir á Hofsósi – Lax í appelsínusósu

3 Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir – hlýri í vasabí og skyreftirréttur

4 Kristján og Ragna – Smurt brauð og fleira kaffimeðlæti

5 Hjáleigan við Bustarfell – besta kaffihúsakaffimeðlæti á Íslandi

6 Jói og Kiddý – Hjónabandssæla og sandkaka

7 Þreföld skírn og óvænt gifting á Fáskrúðsfirði

8 Þrír Frakkar á Fáskrúðsfirði – franskt kaffimeðlæti

9 Sigrún Steinsdóttir – Íslandsmeistarapönnukökur

10 Alla á Kolmúla – Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur

11 Morgunverður á Brimnesi – snúðakaka, gerbollur og fleira góðgæti

12 Guðrún á Mýri í Bárðardal – rammíslenskt sveitakaffiboð eins og þau gerast best

13 Hælið – María Pálsdóttir og apríkósutertan góða

14 Marokkóski veitingastaðurinn á Siglufirði

15 Bæjarstjórasalat á Akureyri og Pavlova með heimsins bestu súkkulaðisósu

FIMMTÁN veislur á sex dögum #alberteldar
FIMMTÁN veislur á sex dögum
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.