Ávaxtagrautur með rjóma Steiktur fiskur í brúnni sósu Fáskrúðsfjörður Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir alla á kolmúla
Albert og Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir

Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur með rjóma. Einn þeirra rétta frá því í gamla daga sem enn stendur fyrir sínu er steiktur fiskur í brúnni sósu. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir var að segja mér frá frönskum gestum hennar sem líkaði þessi einstaklega vel. Eftir þetta hugsað ég ekki um annað en steiktan fisk í brúnni sósu. Auðvitað tók Alla vel í að steikja fyrir mig réttinn góða og viti menn, hann bragðast alveg jafn vel og í mínu ungdæmi.

#sumarferðalag10/15

Steiktur fiskur í brúnni sósu

Steiktur fiskur í brúnni sósu
Ferskur fiskur
hveiti
paprika
aromat
pipar
egg
smjörlíki
laukur
sykur
sósulitur

Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Steikið hann á pönnu í smjörlíki. Takið til hliðar. Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr eggi og síðan hveiti. Steikið í smjörlíki á pönnu. Kryddið með papriku, Aromati og pipar. Stráið tveimur msk af hveiti yfir. Bætið við lauk, sósulit, 1/2 tsk sykri og heitu vatni. Sjóðið í sósunni í nokkrar mínútur.

Ávaxtagrautur með rjóma

Ávaxtagrautur með rjóma. Til að toppa allt saman bar hún á borð ávaxtagraut með þeyttum rjóma í eftirrétt. Í hann fóru: sveskjur, rúsínur og epli púðusykur eða hvítan sykur og vatn svo fljóti yfir. Soðið í um 20 mín. Grauturinn er þykktur með kartöflumjöli og borinn fram volgur með þeyttum rjóma

SKILDU EFTIR ATHUGASEMD

Settu inn athugasemd
Settu nafn þitt hér

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.