Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur með rjóma

Ávaxtagrautur með rjóma Steiktur fiskur í brúnni sósu Fáskrúðsfjörður Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir alla á kolmúla
Albert og Aðalheiður

Steiktur fiskur í brúnni sósu og ávaxtagrautur með rjóma

Einn þeirra rétta frá því í gamla daga sem enn stendur fyrir sínu er steiktur fiskur í brúnni sósu. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir var að segja mér frá frönskum gestum hennar sem líkaði þessi einstaklega vel. Eftir þetta hugsað ég ekki um annað en steiktan fisk í brúnni sósu. Auðvitað tók Alla vel í að steikja fyrir mig réttinn góða og viti menn, hann bragðast alveg jafn vel og í mínu ungdæmi.

#sumarferðalag10/15 — FISKURAÐALHEIÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Steiktur fiskur í brúnni sósu

Steiktur fiskur í brúnni sósu

Ferskur fiskur
hveiti
paprika
aromat
pipar
egg
smjörlíki
laukur
sykur
sósulitur

Skerið laukinn í tvennt og síðan í sneiðar. Steikið hann á pönnu í smjörlíki. Takið til hliðar. Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr eggi og síðan hveiti. Steikið í smjörlíki á pönnu. Kryddið með papriku, Aromati og pipar. Stráið tveimur msk af hveiti yfir. Bætið við lauk, sósulit, 1/2 tsk sykri og heitu vatni. Sjóðið í sósunni í nokkrar mínútur.

Ávaxtagrautur með rjóma

Ávaxtagrautur með rjóma

Til að toppa allt saman bar hún á borð ávaxtagraut með þeyttum rjóma í eftirrétt. Í hann fóru: sveskjur, rúsínur og epli púðursykur eða hvítan sykur og vatn svo fljóti yfir. Soðið í um 20 mín. Grauturinn er þykktur með kartöflumjöli og borinn fram volgur með þeyttum rjóma

.

#sumarferðalag10/15 — FISKURAÐALHEIÐURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

— STEIKTUR FISKUR Í BRÚNNI SÓSU OG ÁVAXTAGRAUTUR MEÐ RJÓMA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.