Vinkvennakaffið árlega – gleðisprengja með góðum konum

Vinkvennakaaffið 2019 hindberjakaka vinkvennakaffi alberts Berta Dröfn Ragnheiður elín , Jóna kristín ÞORVALDSDÓTTIR , Vigdís elín vigdís vignisdóttir, Steinunn júlíusdóttir, Edda björgvins, Elísabet reynisdóttir beta reynis , Árdís hulda , Soffía vagnsdóttir, Ragnheiður aradóttir, Edda esther hermannsdóttir, Guðný steinunn, Bergdís ýr, Carola og Kata KOLBEINS þóra katrín kolbeins SUMAR KVENNABOÐ
Vinkvennakaffið 2019: Berta, Ragnheiður, Jóna, Vigdís, Steinunn, Edda, Elísabet, Árdís, Soffía, Ragnheiður, Edda, Guðný, Bergdís, Carola og Kata

Vinkvennakaffið árlega – gleðisprengja með góðum konum

Síðustu tuttugu ár hefur verið hér á bæ svokallað Vinkvennakaffi. Þangað er boðið nokkrum mektarkonum og saman áttum við einstaklega skemmtilega stund. Vegna reiðhjólaslyssins og viðbeinsbrotsins varð sú breyting á að kaffiboðið breyttist í Pálínuboð, dömurnar komu allar með kaffimeðlætið og úr varð heljarinnar veisla með miklum hlátrarsköllum.

PÁLÍNUBOР— VINKVENNAKAFFIKAFFIBOÐ

.

Við systkinin Árdís og Albert
Bergdís Ýr kom með hindberjaböku

Hindberjabakan góða

Uppskrift af botni og loki:
1 bolli ósaltað smjör (kalt, skorið í teninga)
2 ½ bolli hveiti
1 tsk salt
6-8 msk ískalt vatn

Hitið ofninn í 220°C Blandið saman smjöri, hveiti og salti með höndunum, mikilvægt er að mylja smjörið vel niður svo að hvergi séu “smjörklessur” í deiginu. Bleytið svo upp í deiginu með vatninu, gætið þess að það sé ískalt. Ég nota alltaf nær allt vatnið. Fletjið út helminginn af deiginu á hveitistráðum fleti (gætið þess þó að nota ekki of mikið hveiti). Ég nota yfirleitt bökunarpappír á milli deigs og kökukeflis svo deigið festist ekki við kökukeflið. Setjið deigið á bökuformið ykkar, deigið á að ná upp kanta formsins og út á barma þess. Kælið bæði bökubotninn og hinn helming deigsins á meðan fyllingin er gerð.

Fylling:
5 bollar frosin hindber (látið þau svo þiðna, gott að taka út daginn áður og geyma í ísskáp)
2/3 bolli strásykur
1 msk sítrónusafi
4 msk maízenamjöl
Hrærið öllu saman með sleif (engan hamagang, bara rólega) og hellið á bökubotninn. Fletjið út bökulokið og skerið út fallegt mynstur (eða ljótt) svo gufan úr bökufyllingunni komist út við bakstur. Setjið bökulokið ofan á bökuna, lokið á að ná yfir barma formsins líkt og bökubotninn. Þrýstið saman bökubotninum og bökulokinu á börmum formsins með gaffli. Hyljið barmana með álpappir til þess að þeir brenni ekki.

Bakið bökuna í miðjum ofni við 220°c í 10 mínútur. Lækkið svo hitann í 175°c og bakið í 30-40 mínútur til viðbótar. Bakan er bæði góð heit og köld, t.d. með rjóma eða ís.

„Í sumum amerískum uppskriftum af hindberjabökum er kanill í fyllingunni auk sítrónusafa – ég skora á þann sem bakar eftir þessari uppskrift að prufa að bæta við eins og einni teskeið eða svo” segir Bergdís frænka mín kom með Hindberjabökuna góðu.

Árdís kom með Forsetatertuna

Forsetatertan 😊

Svampbotn
3 egg
1 b sykur
1 b hveiti

Þeytið egg og sykur vel, bætið hveiti út í og þeytið í stutta stund.
Bakið við 180°C í um 20 mín.
Kælið botninn, kljúfið í tvennt og setjið fyllingu á milli.

Fylling 1
Frómas
3 egg
60 g sykur
6 blöð matarlím
1 peli rjómi – þeyttur
1 dós niðursoðin jarðaber
Slatti af ferskum jarðaberjum

Egg og sykur þeytt vel saman.
Leggið matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn og bræðið svo í jarðaberjasafa (ca. 1 dl.) yfir vatnsbaði og kælið. Rjómi er þeyttur sér.
Setjið niðursoðin jarðaber saman við eggjablönduna, svo matarlímið. Hrærið rjómanum varlega saman við og síðan niðurskornum ferskum jarðaberjum.

Fylling 2
Jarðaberjahlaup
Má nota hlaup úr pakka eða þá hleypa jarðaberjasafa með matarlími.

Samsetning tertunnar:
Svampbotn, frómas, jarðaberjahlaup, frómas og svo efst kemur hinn svampbotninn.
Skreytið að vild, á þessari tertu var mynd úr sykurmassa og KitKat sett utan um kökuna.

Carola kom með ostakúlu

Ostakúla

1 ds Philadelphia ostur með hvítlauk og kryddi
350 g rjómaostur (við stofuhita)
1 hvítlauksrif
1/4 b sýrður rjómi
1 b rifinn mozzarella ostur
1/2 b rifinn Parmesan ostur
2 tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir smátt
1/2 b sólþurrkaðir tómatar
1/2 b saxað basil
1 msk balsamik edik
salt
pipar

Leggið sólþurrkaða tómata á eldhúsþurrkublað og þerrið mestu olíuna af og saxið. Setjið 1 msk af Philadelphia osti og hvítlaukrif í matvinnsluvél og maukið. Setjið Philadelphia ost, rjómaost í skál og bætið öllum hráefnunum saman við. Útbúið kúlu, kælið

Yfir:
3/4 b Panko raspur
1 msk smjör
3 msk saxaðir sólþurrkaðir tómatar
3 msk basil, saxað
Bræðið smjör á pönnu, bætið við raspi og brúnið þangað til hann er ljósbrúnn. Kælið og bætið við tómötum og basil
Veltið ostakúlunni upp úr og kælið

 

Elísabet kom með eplaköku

Eplakaka

100 g smjör
2 dl sykur – hrært saman.
3 egg bætt rólega saman við
vanilludropar og 2 tsk sítrónussafi
1/2 tsk salt
3 dl hveiti
1 tsk lyfirduft
þessu er hrært saman við og sett í kringlótt form
2 stk epli raðað ofan á og kanilsykur stráð yfir og smá smjörklípa.
Bakið við 180°C í 20 min eða þar til kakan er tilbúin. Berið fram með rjóma

Sumarsalat Bertu

Berta Dröfn kom með sumarsalat sem stóð fullkomlega undir nafni. Sumarlegt, bragðgott og litfagurt

Sumarsalat

250 gr rækja
1 mango
1 rauður chili
1/2 ananas
1/2 agúrka
1/2 appelsínugul paprika
1/2 rauðlaukur
Slatti af kóríander (eða eftir smekk)

Sósan:
1 dós 10% sýrður rjómi
1 lime; fyrst hýðið raspað af og svo hálf lime kreist út í
2 ml. sykur

Soffía kom með hollenska engifersmjörköku

Hollensk engifersmjörkaka

100 g smjör
100 g púðursykur
200 g hveiti
1 egg (geyma smá til að smyrja ofan á)
1 tsk salt
ein krukka engifer í sírópi, skera hann niður, blanda öllu saman og hnoða vel.
Sett í botn á smurðu jólakökuformi með hveiti í botni. Sett í form, draga rákir á yfirborð með gaffli og smyrja yfirborð með egginu. Baka í 25 mín. við 190 gráður. Slá eftir baksturinn úr formi og skera í fingursbreiðar lengjur. Ef vilji er til að hafa kökuna frekar mýkri má setja smá af sírópinu af engifernum út í deigið. Í dag var ég semsagt með tvöfalda uppskrift❤️❤️

Döðlukaka með karamellusósu

Esther frænka mín kom með Döðluköku með karamellusósu, einstaklega góða tertu sem borðuð var upp til agna.

Döðlukaka með karamellusósu

5 msk sykur
120 g smjör, við stofuhita
2 egg
100 g hveiti
100 g ristaðar kasjúhnetur
210 g döðlur
1 tsk matarsódi
1/2 tsk kanill
1/2 salt
1/2 tsk vanillu extract, eða dropar
1 1/2 tsk lyftiduft
Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform.
Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur.
Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum)
Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið einu og einu eggi saman við og þeytið í mínútu á milli.
Setjið þurrefninsaman við ásamt vanillu. Þeytið í smá stund og bætið síðan döðlumaukinu saman við í þremur skömmtum ásamt ristuðum kasjúhnetum.
Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.

Heimsins besta karamellusósa

120 g smjör
1 1/2 dl rjómi
120 g púðursykur
Hitið öll hráefnin í potti þar til karamellan fer að sjóða, hrærið reglulega í pottinum eða þar til þið hafið náð ágætri þykkt á karamellunni. Uppskriftin er fengin frá Evu Laufeyju

Fyrst var skálað í Codorníu Clasico Semi-Seco freyðivíni og síðan fengum við okkur Sandeman sérrý með kökunum

Vinkvennakaffið 2018

— VINKVENNAKAFFIÐ ÁRLEGA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.