Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi

Jólakaka með súkkulaði, sérrýi og ávöxtum sérrý kaka terta jólin jólabakstur kanill koktelber kaffimeðlæti döðlur ÁVAXTAKAKA ávaxtaterta silla páls
Jólakaka með súkkulaði, sérrýi og ávöxtum. Mynd: Silla Páls

Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi 

Þessi kaka er algjör sparikaka. Það er ágætt að pakka henni inn í álpappír og geyma þannig í ísskáp. Kakan geymist vel og bragðast afar vel.

ÁVAXTATERTURSÉRRÝJÓLINKAFFIMEÐLÆTI

.

Ávaxtakaka með súkkulaði og sérrýi 

2,5 dl rúsínur
2,5 dl döðlur, saxaðar
2 dl  koktelber skorin í tvennt
100 g súkkat
2 msk sítrónusafi
2 msk appelsínusafi
1,5 dl sérrý
Blandið saman í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt.
225 g smjör
225 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði með karamellukurli
4 egg
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1 msk fínt rifinn appelsínubörkur
2 msk appelsínumarmelaði
300 g hveiti
2 tsk allrahanda
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
½ tsk salt

Setjið bökunarpappír í botn og hliðar. Þeytið smjör og sykur þar til létt. Blandið berki og marmelaði við. Bætið eggjum við, einu í einu. Sigtið hveiti út í og bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati og salti (ef ávextirnir hafa ekki tekið allan vökvann upp, síið hann þá frá). Hrærið og hellið í formið. Bakið við 150°C í 100 mín.

SILLA PÁLS — ÁVAXTATERTURSÉRRÝJÓLINKAFFIMEÐLÆTI

— ÁVAXTAKAKA MEÐ SÚKKULAÐI OG SÉRRÝ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla