Indverskur kjúklingur Aðalbjargar

Indverskur kjúklingur Aðalbjargar aðalbjörg sigurðardóttir kvenfélag húsavíkur indland indverskur matur
Indverskur kjúklingur Aðalbjargar

Indverskur kjúklingur Aðalbjargar

Eftir fjörugan fund hjá Kvenfélagi Húsavíkur bauð formaðurinn, Aðalbjörg Sigurðardóttir og Ragnar eiginmaður hennar, okkur í sérdeilis góðan kjúklingarétt með indversku ívafi og súkkulaðimús á eftir.

INDLANDKJÚKLINGURHÚSAVÍKSÚKKULAÐIMÚS

.

Aðalbjörg rífur limebörk yfir kjúklingaréttinn

Indverskur kjúklingur Aðalbjargar

8 kjúklingabringur skornar í hæfilega litla bita. Steikt uppúr kókosolíu. Curry-paste og karrý hitað í olíunni áður en kjúklingurinn er sett út í ca 4 cm af engifer, börkur af einu lime og safi hálfu lime út í.
Kryddið með vel af kanil, papriku, tandoori, grænmetiskrafti, salti og chillipipar. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma hunanginu – um 2 msk. og að lokum rúmlega hálfur lítri af rjóma og hann sýður bara aðeins niður hægt að setja maizena en mér finnst persónulega betra að sósan sé fyllri af bragði þannig að þurfi ekki að þykkja hana – ég finn alltaf aukabragð og aukaáferð ef maizena er notað.
Má gera þennan rétt með mangochutney í stað hunangs. Eins hef ég oft gert svipað og skorið epli í þunnar sneiðar og steikt upp úr smjöri og kanil – smjörsteikt sveppi og sett út í þgar borið fram – það er líka suddalega gott. Svo auðvelt að eiga við kjúkling það er hægt að gera allt.

INDLANDKJÚKLINGURHÚSAVÍKSÚKKULAÐIMÚS

.

Indverskur kjúklingur Aðalbjargar
Með Aðalbjörgu Sigurðardóttur formanni Kvenfélags Húsavíkur

.

INDLANDKJÚKLINGURHÚSAVÍKSÚKKULAÐIMÚS

— INDVERSKUR KJÚKLINGUR AÐALBJARGAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.