Marokkóskur kjúklingur með möndlum og kóríander – magnaður réttur

Vildís björgvinsdóttir, Bergþór pálsson, Albert eiríksson og Charles magnússon Norður-afríka marokkó marokóskur matur kjúklingur kjúlli í ofni Marokkóskur kjúklingur með möndlum og kóríander
Vildís, Bergþór, Albert og Charles með marokkóska réttinn sem er dæmigerður kjúklingaréttur frá Norður-Afríku

Marokkóskur kjúklingur með möndlum og kóríander

Vildís og Charles eru hjón sem eru einstaklega duglega að lifa lífinu og njóta hvers dags. Það er engin lognmolla þar sem þau eru og hlátrarsköllin óma. Saman elduðu þau magnaðan kjúklingarétt sem er dæmigerður fyrir Norður-Afríku og buðu í mat. „Við höfðum uppskriftina fyrir ca 6 manns þótt við værum fimm í mat því það er alltaf betra að eiga afgang” segir Charles

🇲🇦

MAROKKÓVILDÍSCHARLESKJÚKLINGUR

🇲🇦

Marokkóskur kjúklingur með möndlum, kóríander, salati og kínóa

 

Marokkóskur kjúklingur með möndlum og kóríander

Kjúklingur, beinlausir lærleggir ca 1600-1800 gr
20-25 skalottulaukar (okkur finnst meira betra en minna)
1 ½ – 2 tsk engiferkrydd
1 tsk cummin
1 ½ tsk turmeric
3 kanilstangir
½ tsk Cayenne pipar
12-14 dl kjúklingasoð (fæst mjög gott tilbúið soð í Nettó)
1 grænmetisteningur
1 kjúklingateningur
Safi úr ½ sítrónu
20 döðlur skornar í bita
Búnt af kóriander
Ca 1 b möndluflögur
1 poki af kínóa
Olía, salt, svartur pipar og hveiti.

Settar eru 2 msk af hveiti sett í skál, saltað og piprað og kjúklingabitunum velt upp úr.
Olía hituð á pönnu og bitarnir brúnaðir þar til þeir verða fallega gylltir en þá teknir af og settir í eldfast mót og geymt.

Laukurinn afhýddur og mýktur heill á pönnu í ca 6-10 mín á miðlungshita. Kanilstangir, cummin, cayenne og túmerik sett saman við laukinn á pönnunni og látið malla í 1-2 mín. Þá er kjúklingasoðinu og helmingnum af sítrónusafanum hellt út á ásamt teningunum og látið malla í 15 mín. Næst er allt á pönnunni sett yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu, blandað varlega með sleif og síðan sett inn í 180°C heitan ofn. Eftir ca 20 mín í ofninum var döðlunum og restinni af sítrónusafanum blandað út í og haft áfram í ofninum í 10 mín í viðbót.

Kínóaið sett í pott með vatni (1:2) og eldað samvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Mikilvægt að hræra varlega í jafnt og þétt allan eldunartímann svo engin hætta sé á að það brenni við botninn.
Möndlurnar ristaðar á pönnu eftir smekk og kóríanderinn fínsaxaður.

Setjið kínóa á disk, kjúkling og sósu ofan á og síðan er möndlum og kóríander stráð yfir.

Borið fram með góðu salati og ekki skemmir að hafa gott rauðvín að drekka með 😊

Marokkóskur kjúklingur með möndlum og kóríander
Salatið sem Charles og Vildís báru fram með kjúklingnum

🇲🇦

MAROKKÓVILDÍSCHARLESKJÚKLINGUR

— MAROKKÓSKUR KJÚKLINGUR —

🇲🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.