Á Íslandi er hefð að hrópa ferfalt húrra

danska töluð á sunnudögum lambalæri á sunnudögum ÞORLÁKSMESSA HÚH! á að standa upp fyrir forseta íslands forsetinn Nýársdagur Á Íslandi er hefð að hrópa ferfalt húrra íslenskir siðir íslenskar hefðir ísland Hefð hefðir siðir venja siðvenja kynslóð vegvísir sameina einstaklinga táknræn merking húrra húrra húrra húrra ferfalt húrra
Hefð er rótgróinn siður eða einskonar siðvenja sem gengur frá einni kynslóð til annarrar. Hefðir eru mikilvægur hluti af tilveru okkar, þær eru ákveðinn vegvísir og sameina einstaklinga innan hópa. Oft hafa þær táknræna merkingu hjá fólki og stundum vitum við hvers vegna

Ferfalt húrra

Hefðir eða óskráðar siðvenjur sem ganga frá einni kynslóð til annarrar eru mikilvægur hluti af menningunni og eru gjarnan vegvísir til samskipta. Stundum hafa þær ákveðna táknræna merkingu og stundum vitum við hvers vegna. Fólk sem hefur búskap skapar sínar hefðir. Hátíðar- og viðhafnarbúningar teljast til hefða svo dæmi séu nefnd. Einnig flokkast ýmsar kveðjur og matargerð til hefða. Hjá flestum er hefð að borða bollur á bolludaginn og hjá mörgum að borða skötu á Þorláksmessu. Þá er það hefð að klappa ekki milli kafla í verkum í nokkrum þáttum á tónleikum og Útvarpið leikur 9. sinfóníu Beethovens að morgni nýársdags. Hefðir þurfa ekki að vera mjög gamlar. Hér á bæ er hefð að fara í íslensku búningana okkar á þjóðhátíðardaginn. Svo getum við sagt að hið vel þekkta HÚH! sé orðið að hefð.

Eitt má þó alls ekki gleymast:
Á Íslandi er hefð að hrópa ferfalt húrra

Nokkuð hefur borið á því í seinni tíð að hrópað sé þrefalt húrra en við skulum halda í hefðina og hrópa áfram ferfalt. Í gríni er stundum hrópað átta eða tíu sinnum HÚRRA! slíkt er í góðu lagi við og við.

En það eru ekki allar hefðir sem halda velli:
-Lengi vel var hefð að standa upp fyrir forseta Íslands þegar hann kom inn þar sem fyrir sat hópur fólks.
– Til eru dæmi um að danska var töluð á sunnudögum á Íslandi.
– Á árum áður taldist það sjálfsögð hefð að karlmenn opnuðu bílhurð fyrir konum og tækju ofan.
– Eldri Íslendingar kannast við að óviðeigandi þótti að klappa á eftir þjóðsöngnum.
– Í gamla daga var hefð að kveikja ekki á jólaseríum fyrr en á aðfangadag.
– Víða hérlendis var hefð að hafa lambalæri/hrygg í hádeginu á sunnudögum.
– Hefðin var að baka fjölmargar smákökutegundir til jólanna.

BORÐSIÐIR/KURTEISIÞORLÁKSMESSAHEFÐIR

.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í febrúar 2020

🇮🇸

BORÐSIÐIR/KURTEISIÞORLÁKSMESSAHEFÐIR

— FERFALT HÚRRA —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.