Jarðaberjaskyrterta með kókosbollum

Jarðaberjaskyrterta með kókosbollum hnífsdalur önundarfjörður flateyri lu kex jarðarberjaskyr skyr terta kaka rjómi
Jarðaberjaskyrterta með kókosbollum

Jarðaberjaskyrterta með kókosbollum

Meðal góðra veitinga í stórglæsilegri kaffiveislu hjá kvenfélagskonum á norðanverðum Vestfjörðum var jarðarberjaskyrterta með kókosbollum. Ég þreytist seint á að dásama starf kvenfélaga um landið. Samfélagsbætandi félagsksapur og um leið uppbyggjandi á margvíslegan hátt. Við Bergþór hittum kvenfélagskonur á sameiginlegum fundi kvenfélagskvenna á norðanverðum Vestfjörðum. Þær komu með eitt og annað gómsætt á kaffihlaðborð á fundinn sem haldinn var í félagsheimilinu á Suðureyri. Í stuttu máli: ég bara elska kvenfélagsfundi og kaffimeðlætið 🙂

.

SKYRTERTURKÓKOSBOLLURKVENFÉLÖG

.

Jarðaberjaskyrterta með kókosbollum

Botn
1 ½ pakki af Lu Bastogne kexi
100 gr smör brætt

Myljið kexið og hellið smjörinu út í, setjið í form og svo í ísskáp.

1 stór dolla af jarðarberjaskyri
½ líter rjómi
3 kókosbollur

Þeytið rjóman og blandið skyrinu saman við og kremjið kókosbollurnar í skyrblöndunni með sleikju.
Setjið ofan á botninn og geymið í ísskáp í allavega 1 klukkutíma.
Þegar kakan er skreytt eru sett jarðarber, bláber, kókosbolla og bræddu súkkulaði hellt ofaná.

Formenn eða fulltrúar félaganna með alberteldar-svuntur. Að kaffinu stóðu Kvenfélögin Ársól á Suðureyri, Hvöt í Hnífsdal, Brynja á Flateyri, Von á Þingeyri og Brautin í Bolungarvík. Frá vinstri: Þorgerður frá Von, Oddný frá Ársól, Esther frá Hvöt, Sigrún frá Brautinni og Ágústa frá Brynju.
Formenn eða fulltrúar félaganna með alberteldar-svuntur. Að kaffinu stóðu Kvenfélögin Ársól á Suðureyri, Hvöt í Hnífsdal, Brynja á Flateyri, Von á Þingeyri og Brautin í Bolungarvík. Frá vinstri: Þorgerður frá Von, Oddný frá Ársól, Esther frá Hvöt, Sigrún frá Brautinni og Ágústa frá Brynju.
Hluti hópsins í félagsheimilinu á Suðureyri

.

SKYRTERTURKÓKOSBOLLURKVENFÉLÖG

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla