Matur og drykkur #Ísland

Glösum lyft á Mat og dryk restaurant michelin veitingahús grandinn Bergþór, Helgu Haraldsdóttur, ólafur júlíusson Signý sæmundsdótti matur og drykkur íslenskur matur helga kokkur Albert og Páll
Mikil alúð er í öllu á Mat og drykk. Bergþór, Signý, Albert og Páll

Matur og drykkur

Það er með ólíkindum hvað er gaman að vera Íslendingur á Íslandi núna. Að leika ferðamann í sinni eigin heimabyggð er ný reynsla. Svo kemur í ljós að sumir staðir sem maður hélt að væru eyrnamerktir ferðamönnum, eru hreinustu gersemar fyrir okkur sjálf. Matur og Drykkur er einn af þeim. Þessum stað er ég oft búinn að mæla með við útlendinga, af því að þar er áhersla á íslenskt hráefni og hefðir, en einhvern veginn hafði ég aldrei drattast þangað sjálfur.

FERÐAST UM ÍSLANDMATUR OG DRYKKURVEITINGAHÚS

.

Við fórum í matseðil dagsins hjá henni Helgu Haraldsdóttur, kokki. Hvílík upplifun! Þessi manneskja er galdrakona í eldhúsinu. Hugmyndaauðgin og um leið jafnvægið í matargerðinni er framúrskarandi. Ekki spillti fyrir að þjónninn, hann Ólafur Júlíusson, var einstaklega lipur og þægilegur.

Ég hafði sem sagt misst af miklu. En ekki lengur. Helga sagði að aldrei hefðu verið jafn margir Íslendingar samankomnir á staðnum, enda var hann fullur af fólki. Það eykur á gleðina að vita af því að saman erum við að brúa fossandi fljótið sem hafði allt í einu virst óyfirstíganlegt fyrir undirstöðuatvinnuveginn okkar.

Nú er mér alls ekki illa við útlendinga og geri mér grein fyrir að þeir hafa staðið undir blússandi uppgangi í samfélaginu undanfarin ár, en það er samt eitthvað ferlega heimilislegt við að heyra íslensku á öllum borðum. Gott partí!

Hettufáfsegg, villtur hvítlaukur, saltaður sítrónubörkur, graslaukur og stökkt reykt lamb
Reyktar gulrætur með gulróta kavíar, graskersfræjum og vegan aioli
Folalda krókettur með gráðaosti og bláberjasultu
Pönnusteikt spriklandi fersk langa með kartöflum og kryddsmjöri, gulróta og sítrónumauk og kræklingafroða
Mini-kleinur með mysuostskremi, rjómabúðingur með mandarínusorbet og brenndu súkkulaði, vegan eplakaka, hjónabandssæla með garðablóðbergi
Ólafur þjónn, Helga kokkur og Albert matargat #semlosaðiumbeltiðílokmáltíðarinnar

„Það er ekki vandalaust að velja það sem passar svona vel saman” sagði Páll í lok máltíðarinnar

FERÐAST UM ÍSLANDMATUR OG DRYKKURVEITINGAHÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.