Hlöðueldhúsið í Þykkvabæ #Ísland

Hlöðueldhúsið í Þykkvabæ. Páll, Þórólfur Már Antonsson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Bergþór og Albert dalvík þykkvibær oddspartur hópar hópefli matreiðslunámskeið
Hlöðueldhúsið í Þykkvabæ. Páll, Þórólfur Már Antonsson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Bergþór og Albert

PARTÍ Í ÞYKKVABÆ. Í Oddsparti í Þykkvabæ hefur bráðskemmtilegri hugmynd verið hleypt af stokkunum. Hópar geta komið á matreiðslunámskeið og hægt er að velja um t.d. Gamla Ísland, Nýja Ísland o.s.frv. En fyrst og fremst er þetta gaman! Við lentum á hópi frá Dalvík og það var ekki leiðinlegt. Við héldum að við værum að fara á formlegt námskeið, en eftir að skipt var í hópa og byrjað að vinna saman, voru öll formlegheit á bak og burt. Eins og gerist í skemmtilegum hópum, færðist húmorinn fljótlega aðeins neðar nær beltisstað og það var mikið hlegið.

Hins vegar er allt geysilega vel undirbúið hjá þeim hjónum, Hrönn og Þórólfi, en þau áttu Kaffi Loka og lumuðu á sérlega góðum uppskriftum. Þau byrjuðu á að sýna okkur dæmi um gamla Ísland, heimabakað rúgbrauð með Mývatnssilungi frá Skútustöðum og flatbrauðið var glóðað á staðnum. Dæmi um nýja Ísland kom verulega á óvart, en það voru steiktir sláturstrimlar með hoisin sósu. Eiginlega var maður kominn á tælenskan veitingastað í huganum. Hóparnir fóru svo að elda (og hlæja)!).

HLÖÐUELDHÚSIÐFERÐAST UM ÍSLANDHLÖÐUELDHÚSIÐ Á FB –

Hópur 1 útbjó eggaldin, fyllt með kartöflum, chili, engifer, hvítlauk, en þessu var velt upp úr polentu og steikt. F.v. Guðrún Valtýsdóttir, Tinna Davíðsdóttir, Kristín Anna Alfreðsdóttir og Albert
Hópur 2 djúpsteikti gellur með tartar-sósu og karameliseruðum perlulauk (uppskriftin er neðst). F.v. Orri Stefánsson, Bergþór, Sóley Björgvinsdóttir og Ásgeir Stefánsson
Hópar 3 og 4 sáu um steiktina, en það var auðvitað folaldasteik úr Þykkvabæ með kartöflum í ofni og béarnaise. F.v. Jón Magg Magnússon, Selma Tómasdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Sigurlína Steinsdóttir, Björk Filipsdóttir, Anton Heiðar Þórólfsson og Markrún Óskarsdóttir
Á eftir hjálpuðust allir við að skreyta eftirrétt, sem var rúgbrauðsísinn frægi af Café Loka og mousse au chocolat með rjóma og jarðarberjum. Margir hafa reynt að komast yfir uppskriftina að rúgbrauðsísnum, en hún er leyniuppskrift, sem vinkona Hrannar og amma fundu í eldgömlu dönsku blaði

Það kom á óvart hvað stemningin var mikil og meira eins og skemmtun en námskeið og er óhætt að mæla með því fyrir hópa sem vilja koma og skemmta sér og ef vill er hægt að gista á Hótel Vos.

Eggaldin, fyllt með kartöflum, chili, engifer, hvítlauk, en þessu var velt upp úr polentu og steikt. Uppskrifin er neðst í færslunni
Djúpsteiktar gellur með tartar-sósu og karameliseruðum perlulauk – Uppskriftin er neðst
Folaldasteik úr Þykkvabæ með kartöflum í ofni og béarnaise.

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá ferðaþjónustufólki

Djúpsteiktar gellur með tartarsósu

250 g hveiti
3 – 4 dl pilsner
Hnefafylli steinselja, söxuð
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. sjávarsalt
2 tsknýmalaður pipar

1 kg. gellur úr þorski

Olía til djúpsteikingar
Hreinsið gellurnar vel og klippið burt slímugar himnur. Þerrið vel.
Blandið öllu saman í þykka soppu. Hitið olíu í þykkbotna potti eða pönnu og djúpsteikið gellurnar þar til þær eru fallega gylltar. Setjið í ofn í 2-3 mín áður en borið er fram.

Tartarsósa
200 gr. mayonnaise
50 gr. capers (þvegið og þurrkað) og saxað smátt.
50 gr. litlar gúrkur saxaðar smátt
2 stk. steinselja, söxuð
salt og pipar
sítrónusafi

Blandið öllu saman og leyfið að brjóta sig í nokkrar mínútur
Forrétturinn settur saman og borinn fram.

— —

Eggaldinhringur
Forréttur fyrir 15 manns
Eggaldin 3 stk.
Salt
Brauðraspur eða polenta

Fylling
1 kg. Kartöflur soðnar eða ofnbakaðar, kældar, skrældar og marðar
Olía til steikingar
9 hvítlauksrif söxuð smátt.
60 g engifer skrældur og saxaður smátt.
3 chilli fræhreinsuð og söxuð smátt.
3 teskeiðar cummin fræ
1 ½ teskeið turmeric
1 ½ teskeið chili duft
Koriander, vænar lúkur tvær

Byrjið á að skera hvert eggaldin í 5 jafn stóra hringi úr breiðasta parti eggaldsins, skerið síðan innan úr hverjum hring þannig að um 7 mm fallegur hringur stendur eftir.
Skerið það sem var innan í og restin af eggaldinunum í litla teninga, saltið og látið bíða í nokkrar mínútur.
Þurrkið.
Nú þarf að huga að fyllingunni.
Hitið olíu á pönnu og látið cummin fræ útá og bíðið þar til þau byrja að poppa, lækkið þá hitann og bætið hvítlauki útá og steikið í 20 sec. Bætið við engifer og chilli og hrærið vel svo ekki brenni við. Steikið í 1 mín. Bætið við eggaldinteningum, turmeric og chilidufti og hræristeikið saman í nokkrar mínútur. Bætið við ½ dl af vatni og steikið áfram í nokkrar mín. Bætið við mörðu kartöflunum og saltið létt og hrærið öllu vel saman. Bætið við söxuðum kóriander og setjið allt í skál og leyfið að kólna smá. Geymið smá kóriander til að skreyta.

Takið nú eggaldin hringi og þerrið og setjið á bretti. Fyllið hvern hring með fyllingu þannig að verði sléttfullt. Takið beittan hníf og skerið fína skurði í hringina þannig að þeir steikist betur.
Setjið hringina í brauðmylsnu eða polentu. Hitið olíu á pönnu og steikið hvern hring þannig að þeir verði fallega gullnir. Setjið á ofnplötu. Þegar allir hringirnir eru tilbúnir skal undirbúa sósuna og taka til diska.
Hringina má halda heitum í smá stund í ofni þar til kemur að borðhaldi.
Sinneps og jógúrt chutney

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.