Jöklaís á Brunnhóli – fjórtán ískúlum hesthúsað #Ísland

Hornafjörður höfn brunnhóll jöklaís beint frá býli heimagerður ís sveitagisting gistiheimili gisting nálægt höfn
Jöklaís á Brunnhóli sem á Mýrunum, rétt fyrir vesta Höfn í Hornafirði

„Þeir eru búnir að borða átta ískúlur!” sagði strákurinn á næsta borði við pabba sinn í þegar við smökkuðum allar tegundirnar sem voru í boði þann daginn á Brunnhóli þar sem er framleiddur Jöklaís. Það sem strákurinn, sem heitir Eiríkur, vissi ekki er að um kvöldið borðuðum við á Ósnum á Hótel Höfn og bættum þar við fjórum ískúlum. Sem sagt FJÓRTÁN ÍSKÚLUR á stuttum tíma. Það má segja að ísinn á Brunnhóli sé alveg þráðbeint frá býli, ísinn er framleiddur í næsta húsi úr kúm fjölskyldunnar.

— FERÐAST UM ÍSLAND

Eiríkur vinur okkar sem varð um og ó að sjá okkur borða átta ískúlur. Þarna heldur Bergþór á ískúlum níu og tíu. Stuttu síðar fengum við okkur fjórar í viðbót

Vanillurjómaís, Bailesy´sís, Piparmyntuís, kókosís með fylltum lakkrísbitum, Pistasíu ís, súkkulaðiís, draumaís, fíflaís og hindberjaís

Á Brunnhóli er einnig Gistiheimilið Brunnhóll

BRUNNHÓLLJÖKLAÍSHORNAFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND — 

Ljómandi góður Jöklaís. Fíflaísinn, kúlan sem er lengst til vinstri á fremri disknum, kom verulega á óvart.

— FERÐAST UM ÍSLAND

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.