Kókosterta Bjarneyjar

Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður kókosterta kókosmjöl kaka kókoskaka
Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti

Afskaplega falleg og bragðgóð glútenlaus kókosterta frá Bjarneyju Ingibjörgu á Ísafirði.

— BJARNEY INGIBJÖRG — ÍSAFJÖRÐUR — KÓKOSTERTUR — GLÚTENLAUST —

Bjarney Ingibjörg með Vetrarsúpupottinn en á borðinu er Kókoskakan hennar Eyju ömmu

Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti

Neðri botninn:
4 eggjahvítur
140 gr hrásykur
140 gr kókosmjöl
1 tsk vanilla.

Efri botninn:
4 eggjahvítur
75 gr kókospálmasykur
140 gr kókosmjöl
1 tsk vanilla

Aðferð: Botnarnir eru gerðir í sitthvoru lagi en sama aðferðin gildir um þá báða.
Þeyta saman eggjahvítur og sykurinn þar til það myndast toppar og hægt að hvolfa skálinni. Þegar maður notar kókospálmasykur þá þarf maður að sýna smá þolinmæði og leyfa þessu að þeytast í dáldinn tíma en það verður aldrei eins þykkt og með hinum sykrinum.
Bæta kókosmjöli og vanillu út í og hræra vel saman.
Setja í tvö hringlaga form og baka við 160°C í 30 – 40 mín.

Súkkulaðikremið.
Tvöföld uppskrift gefur manni mikið krem og sumir vilja það. Það er líka hægt að gera eina og hálfa uppskrift og þá fær maður passlega mikið krem. Þitt er valið. Ég gef hér einfalda uppskrift af kreminu því auðvelt er að minka hana um helming.
4 eggjarauður
100 gr flórsykur
100 gr brætt súkkulaði
50 gr smjör

Aðferð:
Bræða saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði
Þeyta saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan hefur tekið á sig ljósgulan lit.
Setja súkkulaðið út í í mjórri buni og hræra vel saman.

Kakan sett saman:
Ljós botn neðst
Krem
Dökki botnin ofan á
Krem
Strá kókösmjöli yfir til að skreyta.

Borin fram með rjóma (frá Örnu) og kókoskremi en þá er kókosrjómi frá Santa Maria þeyttur vel og 1 tsk vanilla sett út í.

Kókoskakan hennar Eyju ömmu – með smá tvisti

.

— KÓKOSKAKAN HENNAR EYJU ÖMMU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.