Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Read more [...]

Tarte à la rhubarbe

Tarte a la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

Read more [...]

Angelina – uppáhalds kaffihúsið í París

Angelina Angelina

Angelina er uppáhalds kaffihúsið mitt í París. Staðsett á Rue de Rivoli 226. Við hliðina á Tuileries garðinum sem er á milli Louvre safnsins og Place de la Concorde. Vildi bara deila þessu með ykkur ef þið eru á leið til Parísar og viljið fara á stórfínt kaffihús.

Read more [...]

Allegrini, ítölsk gæðavín

Allegrini Allegrini

Allegrini, sem valið var víngerðarhús Ítalíu 2016, er einn virtasti vínframleiðandi á Valpolicella svæðinu og miklir frumkvöðlar í aðferðum til vínræktar. Vínekrur Allegrini eru nær allar á svokölluðu „Classico-svæði“ innan Valpolicella sem þykir vera mikið gæðamerki. Fjölskyldan hefur verið í fararbroti víngerðarmanna Valpolicella, síðan á 16 öld og sú reynsla hefur skilað sér mann fram að manni.

Read more [...]

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.

Read more [...]