Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.

Lesa meira...

Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

Edda Björgvins - einstakur gleðigjafi. Edda Björgvinsdóttir stórleikkona hefur glatt þjóðina í áratugi og er hvergi nærri hætt. Hún hefur örugglega komið oftar fram í Áramótaskaupum og skemmtiþáttum en nokkur annar. Edda bauð góðum vinum sínum í „létta veislu" eins og hún orðaði það sjálf. Hún lék á alls oddi, sagði okkur frá því að í sumar verður frumsýnd kvikmynd sem hún leikur í og í haust fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í nýju leikriti Ragnars Bragasonar sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. Auk þess ferðast hún um og heldur óborganlega skemmtilega fyrirlestra. Já svo er hin orðheppna Bibba aldrei langt undan

Lesa meira...

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.

Lesa meira...

Borðað í Brussel – myndband frá matarborginni miklu

Borðað í Brussel - myndband frá matarborginni miklu. Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Lesa meira...

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Lesa meira...

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.

Lesa meira...

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri. Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla.

Lesa meira...