Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Lesa meira...

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum

Ávaxtakaka með pistasíum. Satt best að segja hrökk ég við þegar ég sá ólífur í upphaflegu uppskriftinni - 15-20 ólífur. Virkaði svolítið spes, ég var samt ákveðinn í að hafa þær en hætti við á síðustu stundu.

Það þarf ekkert að láta ávaxtatertur eins og þessa bíða lon og don fyrir jólin, vika til tíu dagar í ísskáp er fínn tími. Best er samt að bera hana ekki ískalda fram. Mjög góð kaka

Lesa meira...

Eggjahvítukökur – myndband

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur. Þegar ég tók saman listann fyrir vinsælustu smákökurnar gerði ég mér grein fyrir, mér til mikillar undrunar, að uppáhaldssmákökurnar mínar hafa aldrei birst á þessari síðu. Það var nú þannig í minni barnæsku, þegar búið var að baka tíu eða fimmtán tegundir til jólanna, þá rýrnaði innihaldið í sumum kökudunkunum.... Ég játa það hér og nú að það var ég sem var valdur af því að eggjahvítukökurnar voru stundum búnar þegar jólin loks runnu upp. Það var samt vinsælast að laumast í kornflexkökurnar. Mamma sá við okkur og útbjó þær að kvöldi Þorláksmessu 🙂

Lesa meira...

Tímaritið FÆÐA/FOOD

Fæða/Food

Á dögunum kom úr sérblað um mat og fjölbreytta matarmenningu á Íslandi. Kærkominn viðauki í matarmenningunni okkar og virðingarvert framtaka að hafa tímaritið bæði á íslensku og ensku. „Við skoðum efnið í víðu og oft óhefðbundnu samhengi enda tilgangurinn ekki að kenna fólki að elda, heldur veita innblástur og skemmtilegan fróðleik" segir á heimasíðunni.

Lesa meira...

Súpa og súpudiskur

Súpudiskur

Súpa og súpudiskur. Það þykir ekki viðeigandi að lyfta súpudisknum frá borðinu nema þá til að halla honum. Í allra fínustu veislunum þykir æskilegt að halla disknum frá sér og setja súpuna á skeiðina með því að færa hana frá sér. Satt best að segja hef ég engan séð sem hallar disknum frá sér, sennilega bara ekki farið í allra fínustu veislurnar.

Lesa meira...

Pólynesíur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2016

Pólynesíur

Pólynesíur. Áhugi á smákökubakstri virðist síst minnka, hafandi verið í dómnefnd í nokkur ár má merkja breytingu þannig að í ár eru þær fjölbreyttari og allur frágangur er vandaðri. Dómnefndin var mjög samstíga í verðlaunasætunum og Kristín Arnórsdóttir vel að fyrsta sætinu komin í smákökusamkeppni Kornax árið 2016. „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ segir í ummælum dómnefndarinnar.

Lesa meira...