Kartöfluvínarbrauð – gamla góða uppskriftin stendur alltaf fyrir sínu

Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð 🙂  Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.

Lesa meira...

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð + myndband

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim 🙂

Lesa meira...

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu - Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelin-staðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.

Lesa meira...

Heitur ofnréttur Önnu Siggu

Heitur ofnréttur Önnu Siggu. Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti." segir söngkonan Anna Sigga

Lesa meira...

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, nú eru það heiðurshjónin Þórhildur Helga og Bogi sem buðu heim og héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga. Helga og Bogi gáfu sér góðan tíma í undirbúninginn eins og fram kemur hér að neðan. Hreindýracarpaccio var silkimjúkt og bragðgott. Lerkisveppina í aðalréttinn tíndu þau síðasta haust, söxuðu niður og frystu, mjög góður kjúklingaréttur. Eftirrétturinn er hliðarútgáfa af Tiramisu. Þessi er með portvíni og súkkulaði yfir. Óskaplega gott og borðaður upp til agna.

Lesa meira...

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017

52 gestabloggarar á alberteldar.com árið 2017. Markmið síðasta árs var að birta borðsiðafærslur(kurteisisfærslur) á blogginu einu sinni í viku - allt árið. Markmið þessa árs er að fá 52 til að útbúa góðgæti fyrir bloggið og birta hér myndir og uppskriftir. Gestabloggararnir fá alveg frjálsar hendur, sumir útbúa einn rétt, aðrir eru með kaffiboð og sumir með matarboð.

Það er sem sé kominn sérhnappur með gestabloggurum

Lesa meira...

Sælgætisterta Carolu

Sælgætisterta Carolu. Það má vel nota hinar ýmsu pakkakökur, sem fást í búðum, sem grunn að einhverju öðru og enn betra. Hér er gott dæmi um það, sannkölluð sælgætisterta sem ég hámaði í mig af mestu áfergju. Leiðir okkar Carolu lágu fyrst saman þegar við af miklum móð máluðum á postulín fyrir allmörgum árum. Síðan þá hef ég oft fengið hjá henni hið besta kaffimeðlæti og aðrar veitingar.

Lesa meira...

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Lesa meira...