Gulrótarkaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

Lesa meira...

Silva – fagurgrænn og stórfínn staður

SILVA í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta skipti sem ég smakkaði ferskan engifersafa var á Silvu fljótlega eftir að staðurinn opnaði - ég gleymi því aldrei. Kristín tók ráðin í sínar hendur eftir að heilsu hennar fór að hraka, fór á námskeið um áhrif matar, fór í heilsuskóla og eftir að hafa náð heilsu á ný (með hollu og góðu grænmeti) opnaði  hún Silvu árið 2012, og nokkrum árum seinna var farið að bjóða upp á gistingu.

Lesa meira...

Kakan sem klikkar ekki – einföld, fljótleg og gómsæt

 

Kakan sem klikkar ekki. Já, það er nú það þegar eru annasamir dagar og maður veit að gesta er von og vill gera vel við þá og veit að tími getur verið af skornum skammti. Samvera með góðu fólki er nærandi og mannbætandi.
Best er að geta lagt á borð einum eða jafnvel tveimur dögum áður því það fer ekki neitt og það sparar manni mikinn tíma. Sólveig systir mín bauð í kvöldkaffi og var eldsnögg að útbúa kaffimeðlætið. „Það er skemmtilegt að fá fólk heim og njóta veitinga saman, spjalla og hlæja og muna eftir að njóta líðandi stundar. Hér er einfalt, fljótlegt, gómsætt kaffimeðlæti. Þessi kaka klikkar aldrei og ef við erum fá þá skipti ég pakkanum í tvennt, helminga vatn og olíu en nota 2 egg - Þannig fæ ég 2 kökur úr einum pakka og finnst það ágætis útkoma."

SaveSave

Lesa meira...

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.

Lesa meira...

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu – algjörlega besti eftirrétturinn af grillinu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu. Kjartan Örn hélt ægifína grillveislu og bauð upp á grillaða pitsu og á eftir var þessi ógleymanlegi eftirréttur. Ef þið viljið slá rækilega í gegn við grillið þá er þessi súkkulaðiterta grilluð í appelsínu málið. Það er ágætt að skilja svolítið eftir af appelsínukjötinu þegar hreinsað er innan úr - appelsínan gefur extra bragð - minnir svolítið á Grand Marnier. Kjartan notar glútenfrítt hveiti og svo er þessi dásemdareftirréttur án hvíts sykurs. Hugsið ykkur ekki um, kaupið appelsínur, brettið upp ermar og grillið heimsins bestu súkkulaðitertu.

Lesa meira...

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Lesa meira...

Bestu veganborgararnir á Íslandi

Bestu veganborgararnir á Íslandi. Á fasbókinni er mjög virkur og fræðandi hópur sem nefnist Vegan Ísland. Þar var nýlega varpað fram spurningunni hvar væri hægt að fá bestu vegan borgarana. Langflestir nefna að bestu veganborgararnir séu á Bike Cave í Skerjafirðinum. Á dögunum fór ég á þangað til að smakka borgarann sem fær flest stig. Veitingastaðurinn Bike Cave var opnaður fyrir tveimur árum í Skerjafirðinum og nýlega var opnaður staður í Hafnarborg í Hafnarfirði. Gaman frá því að segja að Lúxusborgarinn á Bike Cave er mjög góður og vel má mæla með honum. Svo skemmir nú ekki fyrir að umhverfið er harla óvenjulegt. Piltarnir sem afgreiddu mig voru með allt á hreinu og framreiddu góðan borgara.

Lesa meira...

Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Grillveisla Kjartans.  Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.

Lesa meira...

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lesa meira...