Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

Fimmtiukronur

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar.

Read more [...]

L´abri á Fáskrúðsfirði

L´abriL´abri

Í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, sem hýsir Fosshótel, er hinn bjarti og fallegi veitingastaður L´abri. Þar er eldað af metnaði undir frönskum áhrifum. Mikið var að gera á hótelinu og veitingastaðnum þegar við vorum fyrir austan á dögunum og vel bókað sumar, vetur, vor og haust. Það er vel þess virði að koma við á Fáskrúðsfirði, skoða snyrtilegan bæ og fá sér hressingu í Franska spítalnunum sem Minjavernd endurbyggði af miklum myndarbrag.

Read more [...]

BEINÞYNNING og mjólk

Er mjólk góð? IMG_2859

BEINÞYNNING og mjólk. Stundum er því haldið fram að við þurfum að drekka mjólk til að forðast beinþynningu, sérstaklega hefur þessu verið haldið að konum.  Neysla á mjólkurvörum í heiminum er mest í Finnlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Englandi. Það merkilega er að beinþynning mælist mest hjá Finnum, Svíum, Bandaríkjamönnum og Englendingum.

Read more [...]

Kippo í Helsinki – TripAdvisor

Kippo

Kippo í Helsinki - TripAdvisor. Það er áhugavert að skoða heiminn með því að prófa það sem boðið er upp á matarkyns í mismunandi löndum. Síðustu ár höfum við notað TripAdvisor síðuna mikið. Þar skrifa gestir sjálfir umsagnir og gefa stjörnur. Við vorum að koma heim frá Helsinki og þar notfærðum við okkur TripAdvisor síðuna aftur og aftur.

Read more [...]

Bláberjaterta – raw

Bláberjaterta DSC01278Bláberjaterta DSC01301

Bláberjaterta - raw. Svei mér þá, ég held bara að hrákökur geti ekki klikkað. Það þarf ekki að láta deigið lyfta sér, enginn bakstur, þær falla ekki - engin mistök. Dásamlega góð terta og holl líka. Það mun öllum líka vel við þessa tertu, hún er undurgóð, fyllingin silkimjúk og bláberin minna okkur á að það verður komið sumar eftir ekki svo langan tíma. Hver elskar ekki bláber?

Read more [...]