Haugarfi – arfapestó

Arfapestó

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun – passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin…. Svo má líka semja við bændur, þar vex arfinn víða í bústnum breiðum á skítahaugum. Haugarfa má nota t.d. í bökur og salöt og í arfapestó.

Hættum að blóta haugarfa, tökum hann í sátt og nýtum. Arfa má einnig nota í bústið, í salöt og í bökur.

Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó

3-4 rif hvítlaukur

2 msk furuhnetur

2 msk sólblómafræ

3 b haugarfi

1 b basilíka

1/2 b ólífuolía

safi úr hálfri sítrónu

1/2 b Parmasan ostur, saxaður gróft

salt og pipar.

Skolið arfann og basilíkuna. Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel.

Furuhnetur eru rándýrar og því má nota sólblómafræ til helminga.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *