Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls. Ásgeir Páll, útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina, hringdi og sagði mér frá tómatsúpu sem hann eldaði í gærkvöldi og bragðaðist svona líka ljómandi vel. Það er gaman að segja frá því að súpa þessi er mjög góð, hún var hér í kvöldmatinn

Tómatkókossúpa Ásgeirs Páls

1 ds kókosmjólk

5 stórir tómatar

2 msk góð olía

2 laukar

smá engifer, saxað

1 msk karrý

grænmetiskraftur

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni. Brytjið tómatana gróft og látið út í ásamt kókomjólk, karrýi, engiferi og grænmetiskrafti

Sjóðið í um 20 mín. Maukið með töfrasprota.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *