Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili.  Grasker er ótrúlega gott, það má nota í hina ýmsu grænmetisrétti og svo er til fræg baka sem heitir Pumpkin pie – hér má sjá netsíðu með hundrað hugmyndum um nýtingu á graskeri.  Nema hvað, Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina.  Ég átti svolítið af soðnu bankabyggi og setti saman við pottréttinn rétt áður en hann var borinn fram.

Chili sin Carne – Grænmetispottréttur með chili

2 msk góð olía

2 laukar, saxaðir

1 rauð paprika, söxuð

1 græn paprika, söxuð

1 sæt kartafla (ca 500g)

1 grasker

1/2 – 1 grænt chili, saxað

1-2 msk kóriander saxað

1 msk kummín

1 dós saxaðir tómatar

2 msk tómatmauk

3 dl vatn

salt og pipar

1 dós nýrnabaunir

Léttsteikið lauk og hvítlauk í olíunni. Skerið sæta kartöflu og grasker í munnbita og bætið út í. Látið allt krydd saman við, ásamt tómötum, tómatmauki, vatni, salti og pipar og látið malla í um 25 mín. Hellið mesta safanum af nýrnabaununum og bætið þeim út í. Sjóðið áfram í um 10 mín.

Berið fram með hýðisgrjónum.

Ármann, Sirrý og Sigurjón snæða Chili sin carne

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *