Karrýkókospottréttur

Karrýkókospottréttur. Sumir réttir eru þannig að það er engu líkara en þeir breyti lífi manns, áhrifin verða svo mikil og eftirminnileg. Það á við um þennan grænmetispottrétt. Á fögru síðsumarskvöldi í gömlu húsi á Ísafirði bragðaði ég hann fyrst og át yfir mig…

Karrýkókospottréttur

500 g sætar kartöflur

500 g spergilkál

1 rauð paprika

2 gulrætur

2 tómatar

3 laukar

2 dl jómfrúarólífuolía

2 msk. grænmetiskraftur

4 dl vatn

2 msk. ferskur kóríander

500 ml kókosmjólk

200 g soðnar linsubaunir

2 bananar

1 msk. karrímauk eða karríduft

Skerið allt grænmetið í hæfilega stóra bita, ekki of litla. Hitið olíuna í stórum potti, látið karríið og laukinn út í og steikið um stund. Bætið við gulrótum, sætum kartöflum, spergilkáli, papriku, tómötum, grænmetiskrafti og vatni. Sjóðið í um 20 mínútur við lágan hita. Bætið þá kóríander, kókosmjólk, soðnum linsubaunum, karríi og banönum út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Berið fram með hrísgrjónum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *