Sólarpönnukökur

Sólarpönnukökur

Sólarpönnukökur. Sólarkaffi er drukkið þegar sólin skín aftur niður í byggð eftir skammdegið. Slíkt tilhald hefur tíðkast í janúar eða febrúar um allt land nema á Suðurlandi, en er almennast í þröngum fjörðum vestanlands og austan. Eftir að kaupstaðir tóku að myndast varð sólarkaffið sumstaðar að einhverskonar byggðarhátið eða átthagadegi brottfluttra. Sólarkaffi má vel kalla nútímatilbrigði við hina upphaflegu miðsvetrarhátið í tilefni sólhvarfa.*

Þeir sem ekki sjá sólina í nokkrar vikur eða mánuði á hverjum vetri gera sér gjarnan dagamun þegar hún fer að skína aftur.  Við sem erum alin upp við sólarpönnukökur vitum að með þeim byrjar nýtt tímabil með birtu, tilhlökkunar og gleði.  Þessari mynd fylgir engin uppskrift, í hana notaði ég heilhveiti og spelt (2 hl og 1 hl), mjólk, salt, matarsóda, olíu, mjólk, kardimommur og vanillu – en komst að því að ég átti engin egg. Ákvað að gera tilraun og bakaði pönnukökurnar án eggja og viti menn, það er vel hægt. Eggjalausar pönnukökur með ávaxtasalati, bláberjasultu og rjóma. S’il vous plaît !

*Saga daganna eftir Árna Björnsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *