Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins.

Rabarbara- og eplabaka

3-4 rabarbaraleggir

1 stórt grænt epli

1 tsk ferskur stítrónusafi

1/2 tsk rifið engifer

1 1/2 msk sykur

3/4 tsk kanill

Ofan á:

3 dl haframjöl

2 dl hveiti

1 dl saxaðar valhnetur

1 tsk kanill

1/2 tsk rifið engifer

1/3 tsk múskat

1/3 tsk allrahanda

1 dl kókosolía, fljótandi

1 dl maple síróp

1 tsk vanilla

Saxið rabarbara og epli og setjið í eldfast form. Blandið kanil, engifer, sítrónusafa og sykri saman við.

Blandið saman í skál haframjöli, hveiti, valhnetum, engifer, múskati, allrahanda, kókosolíu, sírópi og vanillu. Setjið yfir rabarbarann og eplin og bakið í 20-25 mín við 180°

RabarbariOLYMPUS DIGITAL CAMERA

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *