Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað. Fyrstu tónleikarnir voru á Dalvík á sunnudaginn og í kvöld og annað kvöld verða þeir piltar í Hörpu. Gissur Páll, sem kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu, eldaði Boeuf bourguignon á meðan hann æfði.

nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrir 4 til 6

1kg nautavöðvi að eigin vali skorinn í ca 2 cm bita á alla kanta

4 sellerístangir

4-6 gulrætur

4-6 hvítlauksrif

2 laukar

50-100 g sveppir

tvær dósir af hreinum tómötum í dós (maukað með töfrasprota)

1 flaska af ódýru frönsku rauðvíni

ca. 2-4 teskeiðar af salti eða eftir smekk

ca 1-2 teskeiðar af nýmöluðum pipar eða eftir smekk

8 einiber

4-6 blöð af lárviðarlaufi

1 msk timian eða eftir smekk má einnig nota herbs de provence

1 tsk nautakraftur

1 tsk sveppakraftur

1,5 kg kartöflur.

Aðferð.

Kjörið steikt á pönnu við háan hita og saltað og piprað
grænmetið skorið passlega gróft og brúnað á pönnu og að sjálfsögðu er hvítlaukurinn settur síðastur á pönnuna svo að hann brenni ekki.
Tómatarnir maukaðir og settir í stóran pott.
Öllu saman hellt í pottinn og einiberjunum, lárviðarlaufunum, kraftinum, salti, pipar og timian bætt útí. Hálfri flösku af rauðvíninu hellt útí og suða látin koma upp.
Soðið í ca klst og þá er restinni af rauðvíninu hellt í pottin og látið malla í klukkustund í viðbót við rólega suðu.

Kartöflurnar þvegnar vel og skornar í netta báta eða bita.
eftir skurðinn er gott að láta kartöflurnar í heitt vatn í ca 10-20 mín. Þannig losa þær sterkju og verða bragðbetri og stökkari.

Kartöflurnar þerraðar og hellt í eldfast fat ólífuolíu hellt yfir og saltað nokkuð vel.

ofninn hitaður að ca 200 gráðum og kartöflurnar bakaðar í ca 40 mín til klst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *