Túnfisksalat með grískri jógúrt

Túnfisksalat

Túnfisksalat með grískri jógúrt. Þó gamla góða túnfisksalatið með mæjónesunni og eggjunum standi alltaf fyrir sínu er fínt að prófa nýtt (og kannski gefa því gamla langt frí).

Túnfisksalat með grískri jógúrt

1/4 b grísk jógúrt

1 væn msk mæjónes

1 ds túnfiskur í olíu

1 epli, saxað (gróft)

2 sellerýstilkar, saxaðir

1 msk saxaður laukur

1/4 tsk hvítlaukssalt

safi úr 1/2 sítrónu

salt og pipar

Setjið allt saman í skál og blandið vel saman. Látið bíða í um klst. Setjið t.d. í pítubrauð.

SaveSave

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *