Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta

Sítrónuterta með stóru S-i. Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

Sítrónuterta með stóru S-i

2 b sykur

3 egg

rifinn börkur af 3 sítrónum

safi úr 2 sítrónum

1 b olía

1 b hrein jógúrt

2 1/2 b  hveiti

Síróp ofan á:

1/2 b ferskur sítrónusafi

3/4 b sykur

6-8 möndlur, saxaðar gróft

1msk rifinn lime börkur

1 msk rifinn sítrónubörkur

1/3 b vatn

Hrærið vel sama egg og sykur, bætið við sírtónuberki, sítrónusafa, olíu og jógúrt. Blandið að lokum hveiti saman við. Bakið í frekar stóru kringlóttu formi við 170° í um 55 mín.

Á meðan kakan bakast, útbúið sírópið. Setjið í pott sítrónusafa, sykur og vatn og látið sjóða í um 10 mín (eða lengur) bætið við berki og möndlum og veltið þeim í sírópinu í nokkrar mín. Hellið yfir tertuna á meðan hún er enn heit.  Berið tertuna fram með ís eða rjóma

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *