Ávaxtaterta

Ávaxtaterta

Ávaxtaterta. Einföld og fljótleg kaka sem er alltaf jafn vinsæl. Mér finnst ágætt að miða við þá þumalputtareglu að nota dökkt ósætt súkkulaði í bakstur. Ef hins vegar er notað dökkt sætt súkkulaði má sleppa sykrinum. Bökum og bökum

Ávaxtaterta

4 græn epli

200 g dökkt súkkulaði

200 g döðlur

2 msk sykur

100 g kókosmjöl

150 g hveiti

2 tsk lyftiduft

1/3 tsk salt

2 egg.

Afhýðið eplin, skerið í bita og setjið í skál. Grófsaxið súkkulaðið og döðlurnar og blandið saman við eplin. Bætið síðan þurrefnunum og eggjunum saman við og hrærið með sleif þangað til allt hefur blandast vel saman. Látið í kringlótt form og bakið í um 30 mín við 160°

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *