Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar

Kryddbrauð Guðrúnar. Snemma beygist krókurinn eins og þar stendur. Frá 7-12 ára aldri var ég í heimavistarskóla og hafði dálæti á þeim konum sem elduðu góðan mat og bökuðu kaffimeðlæti. Ein þeirra var Guðrún, þetta kryddbrauð hennar var í miklu uppáhaldi hjá nemendunum. Eftir krókaleiðum varð ég mér úti um uppskriftina sem er hér lítið breytt en brauðið er alveg jafn gott og þarna um árið.

Kryddbrauð Guðrúnar

6 dl hveiti

6 dl haframjöl

1 1/2 dl sykur

1/2 tsk salt

4-5 dl (soja)mjólk

4 tsk natron

2 tsk kanill

2 tsk negull

2 tsk engifer

Allt hrært saman, sett í brauðform og bakað við 150° í um klst.

Tunguholt

Hópurinn í skólaferðalagi. Mér sýnist ég vera fjórði frá hægri í öftustu röð 🙂

Kryddbrauð

One thought on “Kryddbrauð Guðrúnar

  1. Ég á svipaða uppskrift af svona brauði, aðeins önnur hlutföll, uppskriftin er frá ömmusystur minni sem kallaði þetta Grímseyjarbrauð og er oft bakað hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *