Haframjölskaka

Haframjölskaka

Haframjölskaka. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Sætabrauðsdrengjunum að mæður þeirra bjóða í kaffi. Móðir Hlöðvers bauð í kaffi þegar haldin var söngskemmtun í Siglufjarðarkirkju. Mjúk og góð kaka sem rann ljúflega niður.

Haframjölskaka

Haframjölskaka

250 g smjörlíki, lint

150 g sykur

150 g haframjöl

200 g hveiti

1 tsk natron

1 b súrmjólk

1/2 tsk salt

rabarbarasulta

Hrærið öllu saman, ath að deigið á að vera þykkt. Útbúið tvo botna og bakið þá í um 25 mín við 200° Leggjið botnana saman með rabarbarasultu á milli

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *