Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Engiferte inniheldur náttúrulegt ofnæmislif (andhistamín). Það hefur bólgueyðandi áhrif og getur slegið á óþægindi í maga.

Piparmintute hefur gólgueyðandi áhrif er gott til að slá á sætindaþörf og getur haft róandi áhrif á magann

Svart te er orkugefandi, heldur blóðsykrinum í jafnvægi. Stuðlar að heilbrigðu ónæmiskerfi og hefur jákvæð áhrif á meltinguna.

Grænt te er ríkt af andoxunarefnum þar sem telaufin eru lítið unnin. Dregur úr styrk kólestróls í blóði. Stuðlar að vexti fruma í líkamanum og heufr róandi áhrif þrátt fyrir að innihalda koffein

Oolong te hefur sömu kosti að geyma og grænt og svart et en inniheldur auk þess gómsætt ávaxtabragð. Er afar orkugefandi því er ekki ráðlagt að drekka oolong fyrir háttinn. Hefur jákvæð áhrif á húðina.

Byggt á grein í Fréttatímanum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *