Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukexDSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér. Brettum upp ermar og bökum

Rósmarín- og möndlukex

2 1/2 b hveiti

1 1/2 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 b (soya)mjólk

1 msk hunang

2 msk púðursykur

1 b rúsínur

1 dl möndlur, saxaðar gróft

1 dl graskersfræ

1 dl sesamfræ

1 dl hörfræ

1 tsk edik

2 msk rósmarín

Blandið öllu saman og setjið í ílangt form. Bakið við 175° í um 25 mín.

Takið úr forminu og látið kólna.

Skerið brauðið í þunnar sneiðar, raðið þeim á bökunarpappír og bakið við 135° í 20-30 mín.  eða þangað til sneiðarnar eru gylltar á litinn. Getur þurft að snúa sneiðunum við.

Borðist með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *