Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Draumaterta. Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð – svona allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns. Steinunn frænka mín kom með draumatertuna sem stendur algjörlega undir nafni og er algjör draumur.

Hlaðborð

Draumaterta

5 egg

200 g sykur

150 g pekanhnetur, saxaðar

150 g döðlur, saxaðar

150 g suðusúkkulaði, saxað

70 g kornflex

1/2 tsk salt

1 1/2 tsk lyftiduft

1/2 l rjómi

Fílakaramellukrem:

200 g Fílakaramellur

1 dl rjómi

Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju. Bakið í tveimur krinlóttum formum við 200°í ca 20-30 mín. Kælið botnana

Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna.

Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Hellið yfir kökuna.

Látið tertuna bíða í ísskáp í nokkra klukkutíma – bjóðið í kaffi. Þessari má gjarnan deila

Uppskriftin birtist upphaflega á hinni ágætu síðu eldhússögur.com en hér er hún lítillega breytt

Draumaterta

Draumaterta

One thought on “Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

  1. Ég gerði þessa fyrir 17. júní. Hún heppnaðist afar vel, þrátt fyrir að ég eigi einungis lítil form. Svo ég gerði þriggja hæða, það kom ljómandi vel út 🙂
    Það eru engar ýkjur hjá þér, kakan er alger draumur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *