Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Einhvern veginn finnst mér eins og perutertur hafi verið í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Peruterta

Botnarnir

4 stk. egg

140 g sykur

60 g hveiti

40 g kartöflumjöl

1/2 tsk salt

Súkkulaðikrem

5 eggjarauður

5 msk. flórsykur

100 g súkkulaði, brætt

4 dl. rjómi

1 stór dós niðursoðnar perum.

Botnar
Þeytið saman egg og sykur. Bætið við hveiti og kartöflumjöli og bakið í tveimur formum 22-24 cm í 10 mín við 200gr.
Krem
Þeytið vel saman eggjarauður og flórsykur, bætið súkkulaðinu varlega saman við, stífþeytið rjóman og setjið varlega saman við.
Setjið annan botninn á tertudisk,vætið vel í honum með safanum, setjið helminginn af súkkulaðirjómanum á og nokkrar perur skornar í helminga, hinn botninn yfir, vætið með safanum. Dreifið úr restinni af súkkulaðirjómanum yfir og raðið perunum á. Sprautið þeyttum rjóma á hliðarnar og ofan á að vild.
20160830_152036

3 thoughts on “Peruterta, þessi gamla góða

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *