Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi

Haldið á léttvínsglasi

Haldið á hvítvíns- og rauðvínsglasi. Vín á að umgangast og njóta af virðingu. Þess vegna meðal annars drekkum við það við rétt hitastig og úr þar til hönnuðum/gerðum glösum. En stundum horfum við í gegnum fingur okkar t.d. í útilegum þá gerum við undantekningu.
Það er frekar auðvelt að muna hvernig við höldum á hvítvíns- og rauðvínsglasi en gott að rifja upp reglulega: Við höldum um stilkinn á glasinu. Ef haldið er um belginn hitnar vínið og glasið verður kámugt. Sérfræðingarnir og atvinnusmakkararnir halda stundum um fótinn á glasinu.
Það er ágæt þumalputtaregla að klára aldrei alveg út glasinu, getur verið vandræðalegt ef einhver skálar að skála með tómt glas. Ef hins vegar við gleymum okkur og glasið er tómt, þá skálum við bara með tómt glas. Já og höfum í huga að vera ekki að skála í tíma og ótíma í matarboðum – tvisvar er fínt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *