Ferskju og bláberjabaka

Ferskju- og bláberjabaka  Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka. Þó smjördeig sé oftast bakað við háan hita í stuttan tíma  er hér betra að hafa hitann aðeins lægri, ferskjurnar eru safaríkar og safinn úr þeim getur lekið út um allt ef hann fær ekki að gufa upp að hluta í bakstrinum.

Bökuna má ýmist bera fram beint úr ofninum, með ís, eða láta hana kólna fyrst.

Ferskju og bláberjabaka

3 plötur smjördeig (ca 300 g)

2 ferskar ferskjur

1/2 b bláber

1 dl marsipan í litlum bitum

2 msk púðursykur

1 tsk sítrónusafi

1 eggjarauða

1 dl möndluflögur

1 msk perlusykur.

Fletjið út smjördeigið, leggið matardisk á hvolf ofan á og skerið hring. Skerið ferskjur í sneiðar og þerrið með pappír. Blandið saman ferskjum, bláberjum, marsipani, púðursykri og sítrónusafa og setjið á smjördeigið. Skiljið eftir ca 5 cm brún. Brjótið smjördegið upp á ávextina og penslið með eggjarauðu. Stráið möndluflögum yfir eggjarauðuna. Stráið loks perlusykri yfir allt. Bakið við 175°C í 25-30 mín.

Ferskju- og bláberjabaka Ferskju- og bláberjabaka

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *