Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur – dömur sem luma á ljúfmetisuppskriftum. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, eins og áður tók hún vel í að gefa uppskrift.

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

ca 35 makkarónukökur

2 dl sérrý (ég notaði Sandeman Rich Golden)

Súkkulaðimús

4 egg

100 g sykur

1/2 l rjómi

300 g gott hvítt súkkulaði (ég notaði Saveurs&Nature)

50 g smjör

Vætið makkarónur í sérrýi og raðið í skálar.

Bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði

Þeytið vel saman egg og sykur

Stífþeytið rjóma en takið svolítið frá til að skreyta með.

Hellið súkkulaðinu saman við eggjablönduna og bætið loks rjómanum saman við. Setjið yfir makkarónurnar. Setjið rjóma efst og skreytið með koktelberjum.

sandeman  Saveurs&Nature

One thought on “Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

  1. Sæll Albert, kveðja frá Vín! Gerði hvítu súkkulaðimúsina sem sló í gegn. Reyndar breytti ég henni úr neyð;-) Fékk ekki makkarónukökur og notaði leebkuchen í staðinn, bleyttar í sérry, það var ótrúlega gott! Reyndar finnst mér músin dálítið sæt og ætla að prófa hana næst með minna af sykri! Alltaf mjög gaman að lesa Albert eldar og stundum prófa og elda ég líka… Gleðilegt nýtt ár 2017!!!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *